Hækkun fasteignaverðs byggð á skorti magnaði upp verðbólguhraðanum í október

Matur, fasteignaverð og tómstundir mögnuðu upp verðbólguna í október svo að hún óx mikið umfram það sem verið hefur síðustu mánuði. Hækkun í október var 0,60% sem jafngildir 7,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Hækkun þriggja mánaða fyrir október, frá júlí til september, var 0,74% sem jafngildir verðbólguhraða upp á 2,9%.

Verðbólgumæling í október sýnir því að verðbólgan er ekki að gefa eftir þrátt fyrir að sjá hefði mátt merki þess síðustu mánuði. Og nú er hækkunin drifin áfram af hækkun fasteignaverðs, sem haldið hefur niðri með því að skerða möguleika fólks til að standast greiðslumat og með hækkun vaxta. Verktakar hafa svarað þessu með því að draga út framboði til að verja hátt fasteignaverð og virðast vera að ná því. Þótt færri geti keypt þá veldur minni eftirspurn ekki lækkun þar sem dregið er úr framboðinu.

Reiknuð húsaleiga, sem byggð er á fasteignaverði, hækkar um 2,03% í október sem jafngildir ársverðbólgu upp á rúm 27%.

Reikna má með að Seðlabankinn svari þessu með enn einni vaxtahækkuninni. Og verktakarnir svari henni með enn minni framleiðslu til að verja hátt fasteignaverð. Og úr verði stærsta húsnæðiskreppa Íslandssögunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí