„Hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi eru flestir ýmist veiklaðir, lokaðir eða yfirteknir af hagsmunum“

Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri Stundarinnar og nú framkvæmdastjóri Heimildarinnar, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi séu almennt ýmist veiklaðir eða yfirteknir af hagsmunum. Hann segir aldrei hafa verið vinsælla en nú að stofna eigin fréttamiðil til að sinna eigin útgáfu sannleikans. Í því samhengi vísar hann í nýja fréttasíðu á vegum bænda sem eru tengdir Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra.

Hér fyrir neðan má lesa pistil hans í heild sinni.

Nú er vinsælt að segja að allir séu sinn eigin fréttamiðill, sérstaklega hjá þeim sem afneita tilvist fréttamiðla til að rýma fyrir sinni eigin útgáfu sannleikans.

Í dag stofnuðu tveir bændur tengdir barnamálaráðherra sína eigin fréttasíðu um sitt eigið deilumál til að svara hlaðvarpsröð um einkennilega og vafasama hegðun þeirra allra í Dalasýslu. Þótt lénið Dalalíf.is sé laust heitir miðillinn Hrútar. Áður hafa aðilar stofnað sína eigin fjölmiðla til að miðla ásökunum tengdar eigin deilumálum í sinni eigin ritstjórn, vel magnaðir fjár.

Tækniframfarir hafa sögulega eflt einstaklingsbundna fjölmiðlun. Hátalarinn og útvarpið hjálpuðu til að geta af sér Hitler og hann var reyndar fljótur að yfirtaka hefðundnu fjölmiðlana, „lügenpresse“.  Donald Trump í forsetastóli er síðan eitt afsprengi samfélagsmiðla.

Þessir einstaklingsbundnu fjölmiðlar á Íslandi í dag eru líklega frekar ígildi gettóblasters, en það er staðreynd að hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi eru flestir ýmist veiklaðir, lokaðir eða yfirteknir af hagsmunum.

Kenningin um einkafjölmiðla er líka notuð til að réttlæta hlutdrægni stórra fjölmiðla. Hún er hluti af brotinni heimsmynd, þar sem hugsanaþráðurinn rofnar stöðugt vegna algóriþma sem knýr auglýsingabirtingar með yfirtöku athygli okkar á forsendum annarra. Til að heilast þurfum við að geta treyst upplýsingum sem eru á sameiginlegum forsendum, sem næst okkar eigin. Leiðin í átt að traustinu og endurheimt athyglinnar er ekki að hver og einn hámarki hávaða eigin hagsmuna, heldur að við höfum samfélagslega innviði og einstaklingsbundna getu til að hífa okkur upp fyrir þá, án þess að miðstýra upplýsingagjöf. Þess vegna er hugmyndin um hagsmunabundna fjölmiðlun svona varasöm. Eina raunhæfa og sjálfbæra leiðin til þess að nálgast þetta markmið er að borga sjálfur fyrir upplýsingar og fá aðra til þess að sannreyna og miðla hlutlægt en ekki hlutdrægt í okkar dreifða umboði, óháð einkahagsmunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí