Hlutlausir samsekir: „Ísraelskir síonistar framkvæma nú þjóðarmorð í beinni útsendingu“

Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að nú sé ekki rétti tíminn fyrir hlutleysi gagnvart ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelsmenn séu fremja þjóðarmorð fyrir allra augum. E

„Gaza svæðið er ekki lengur fangelsi. Gaza eru útrýmingarbúðir. Þar framkvæma ísraelskir síonistar nú þjóðarmorð í beinni útsendingu. Þeir eru nú þegar búnir að þurrka út nokkrar kynslóðir af palestínsku þjóðinni síðustu daga,“ segir Sema á Facebook og heldur áfram:

„Ísraelski nýlenduherinn er að útrýma palestínsku þjóðinni með kerfisbundnum hætti og alþjóðastofnanir og vestrænir þjóðarleiðtogar fylgjast aðgerðalausir með. Sumir fagna því meira að segja, styðja og styrkja. Og gerast þar með samsekir þjóðarmorði.“

Það eru einnig flestir fjölmiðlar á Vesturlöndum, því þeir hafa lagt sitt lóð á vogarskálina við að réttlæta þjóðarmorðið.

„Fjölmiðlar um allan heim taka þátt í að réttlæta þjóðernishreinsun á Palestínu með einhliða og ógeðfelldum fréttaflutningi sem oft er meira að segja rangur. Með hvíta yfirburðahyggju og íslamófóbíu að vopni hjálpa þeir við að normalísera útrýmingu á börnum, konum og heilli þjóð. Og gerast þar með samsekir þjóðarmorði,“ segir Sema.

Hún segir að lokum aldrei hafa verið mikilvægara að taka afstöðu.

„Ef ísraelsk stjórnvöld láta af nýlendustefnu sinni, landráni og stríðsglæpum verður Palestína frjáls. Ef þeir hætta að fremja fjöldamorð hættir mannfallið. Ef palestínska þjóðin hættir andspyrnu sinni, þá þurrkast hún út.

Þetta er ekki tíminn til þess að sitja hjá. Þetta er ekki tíminn fyrir whataboutisma. Þetta er ekki tíminn fyrir hið svokallaða hlutleysi. Ekki tíminn til þess að taka ekki afstöðu. Og gerast þar með samsek þjóðarmorði.

Hvað ætlar þú að gera?

Lifi frjáls Palestína!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí