Drápum barna á Gasa verður að linna, segir UNICEF og kallar eftir tafarlausu vopnahléi
„Drápum barna verður að linna,“ sagði James Elder, talsmaður UNICEF, í yfirlýsingu á föstudag, um framvindu stríðsins sem Ísrael lýsti yfir gegn Hamas en beinist að öllum íbúum Gasa svæðisins. „Myndir og frásagnir eru skýrar: börn með hræðileg brunasár, sár af völdum sprengjubrota, og afskorna limi. Og sjúkrahúsin eru fullkomlega borin ofurliði til að annast þau.“
Elder tók einnig undir að ísraelsk börn sem eru í gíslingu á Gasa þurfi að leysa úr haldi og hleypa til fjölskyldna sinna.
„Mannúðarástandið hefur náð banvænum botni og samt bendir allt til frekari árása. Samkennd og alþjóðalög verða að standa,“ sagði Elder. „UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnehléi nú þegar 1,1 milljón manna – nær helmingur þeirra börn – hafa verið aðvöruð að víkja úr vegi.“ Hann bætti við að óbreyttir borgarar hefðu í engin örugg hús að venda.
„Í hverju stríði eru það börn sem þjást mest,“ sagði hann. „Það er skelfilega satt í dag.“
CNN greindi frá.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward