Ísrael skipar milljón manns á Gasa að færa sig til suðurhlutans innan sólarhrings

Rétt undir miðnætti að kvöldi fimmtudags, að staðartíma, fengu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sem annast mannúðarmál og öryggi á Gasa upplýsingar um þau fyrirmæli frá Ísraelsher að 1,1 milljón manns skuli færa sig úr norðurhluta svæðisins til suðurhluta þess innan sólarhrings. Stephane Dujarric, fulltrúi SÞ, sagði í tilkynningu að slíkir flutningar væru ekki mögulegir án hrikalegra afleiðinga og skoraði á Ísrael, ef fyrirmælin eru í reynd ósvikin, að afturkalla þau.

Upplýsingar um tilmælin bárust fjölmiðlum að morgni föstudags. Tilmælin ná til allra sem búa eða eru staddir á svæðinu norðan við verndarsvæðið Wadi Gaza, þar á meðal til allra íbúa Gasa-borgar sjálfrar, ásamt starfsfólki SÞ, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum nærstöddum.

Uppfært

Ísraelsher tilkynnti á föstudagsmorgun um rýmingu Gaza-borgar og gaf tilmæli til allra íbúa hennar um að flytja sig suður á við, „í þágu ykkar eigin öryggis.“ Að sögn The Guardian virðast fyrirmælin ekki eiga við um íbúa á öllum svæðum í norðurhluta Gaza, heldur aðeins borgina. Ekki er fyllilega ljóst, þegar þetta er skrifað, hvað það þýðir um mannfjöldann sem á í hlut eða hvort það breytir einhverju um mat Sameinuðu þjóðanna á fyrirmælunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí