Vísitala húsaleigu í Noregi hefur hækkað úr eitt hundrað og tólf punktum í eitt hundrað og tuttugu punkta á aðeins einu ári. Er það mesta hækkun sem hefur orðið á húsaleigu þar í landi í manna minnum. Þetta kemur fram í nýu uppgjöri Husleie.no sem er stærsti leigumiðlari Noregs. Slík árshækkun er ígildi þess að norskir leigjendur þurfa að borga heilan mánuð aukreitis í húsaleigu á hverju ári.
„þessi hækkun er langt frá því að vera eðlileg og kemur mjög illa niður á þeim sem eru á leigumarkaði“ segir Kjetil Olsen hjá Husleie.no í viðtali við norska miðla. Er þessi hækkun vel yfir verðbólgutölum þar í landi sem hefur vakið viðbrögð stjórnvalda og fjölmiðla. Hækkar húsaleiga þó minna í stóru borgunum, en þar er húsaleigan þó hærri fyrir miðað við húsaleigu í dreifðari byggðum.
Í samanburði er meðalhúsaleiga á öllu Íslandi samkvæmt verðsjá húsaleigu hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun 230.000 krónur á mánuði og hefur hækkað um heil ellefu prósent á einu ári. Það skal þó tekið fram að verðsjá húsaleigu reiknar út mjög hófsamt leiguverð með tilliti til þeirrar verðlagningar sem í raun er viðhöfð. Skýrist það af því að mjög lítill hluti leigusamninga er enn þinglýstur og oftar en ekki eru það leigusamningar í ódýrari endanum. Að öllum líkindum er raunverð fyrir meðalhúsaleigu á Íslandi tuttugu til þrjátíu prósent hærri en kemur fram á verðsjánni.