Húsaleiga í Noregi komin í 150.000 kr. á mánuði eftir fordæmalausa árshækkun

Vísitala húsaleigu í Noregi hefur hækkað úr eitt hundrað og tólf punktum í eitt hundrað og tuttugu punkta á aðeins einu ári. Er það mesta hækkun sem hefur orðið á húsaleigu þar í landi í manna minnum. Þetta kemur fram í nýu uppgjöri Husleie.no sem er stærsti leigumiðlari Noregs. Slík árshækkun er ígildi þess að norskir leigjendur þurfa að borga heilan mánuð aukreitis í húsaleigu á hverju ári.

„þessi hækkun er langt frá því að vera eðlileg og kemur mjög illa niður á þeim sem eru á leigumarkaði“ segir Kjetil Olsen hjá Husleie.no í viðtali við norska miðla. Er þessi hækkun vel yfir verðbólgutölum þar í landi sem hefur vakið viðbrögð stjórnvalda og fjölmiðla. Hækkar húsaleiga þó minna í stóru borgunum, en þar er húsaleigan þó hærri fyrir miðað við húsaleigu í dreifðari byggðum.

Í samanburði er meðalhúsaleiga á öllu Íslandi samkvæmt verðsjá húsaleigu hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun 230.000 krónur á mánuði og hefur hækkað um heil ellefu prósent á einu ári. Það skal þó tekið fram að verðsjá húsaleigu reiknar út mjög hófsamt leiguverð með tilliti til þeirrar verðlagningar sem í raun er viðhöfð. Skýrist það af því að mjög lítill hluti leigusamninga er enn þinglýstur og oftar en ekki eru það leigusamningar í ódýrari endanum. Að öllum líkindum er raunverð fyrir meðalhúsaleigu á Íslandi tuttugu til þrjátíu prósent hærri en kemur fram á verðsjánni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí