Ísland framleiðir tífalt meira rafmagn á íbúa en Evrópulönd að jafnaði

Ísland framleiðir yfir tvöfalt meira rafmagn á hvern íbúa en nokkurt annað land í Evrópu, samkvæmt gögnum evrópsku hagstofunnar Eurostat.

Eurostat birti nýtt mánaðaryfirlit yfir raforkuframleiðslu Evrópuríkja á sunnudag. Nýjustu gögn sem Ísland hefur deilt með stofnuninni eru þó frá því í maí. Ekki er svo verulegur munur á raforkuframleiðslu milli mánaða að hann breyti neinu um stöðu Íslands á listanum, en hér verður þó aðeins maí-mánuður tekinn til skoðunar. Í maí 2023 voru framleiddar rúmar 1.622 gígavattstundir af rafmagni á Íslandi. Það eru 4,18 megavattstundir á hvern íbúa landsins.

Næsta land á eftir á þessum lista er Noregur með 1,65 megavattstundir á hvern íbúa. Munurinn er yfir 2,5-faldur. Í þriðja sæti listans er Finnland, þar sem framleiddar voru 1,02 megavattstundir á íbúa. Öll öndur lönd álfunnar framleiddu mina en eina megavattstund á mann: Þýskaland 0,41, Pólland 0,32, Litháen 0,25, svo dæmi séu tekin.

Samanlögð framleiðsla þeirra 39 landa sem skilað hafa gögnum fyrir þennan maímánuð var 0,4 megavattstundir á hvern íbúa þeirra allra. Ísland framleiðir með öðrum orðum tífalt meira rafmagn á hvern íbúa landsins en gengur og gerist í Evrópu.

Íbúafjöldi í þessum útreikningum miðast við 1. janúar 2023.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí