Ísraelstjórn staðráðin að slátra börnum því það sé hin endanlega lausn við hryðjuverkum

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að ef þú sýnir andúð þína á barnaslátruninni á Gaza þá sértu úthrópaður gyðingahatari. En hvers vegna telja stjórnvöld að það sé allt í lagi að drepa þúsundir barna á Gaza. Kristinn segir að það sé vegna þess að stjórnvöld þar telji að þetta séu „hryðjuverkabörn“.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Kristins í heild sinni.

Börn þurfa kyrrð og öruggan svefn í sínu rúmi. Á Gaza eru börnin rifin upp úr rúmum um miðja nótt til að hlaupa undan sprengjuregni. Önnur hrökkva upp við sprengju á eigin heimili, deyja strax, eða upplifa hægan dauðdaga djúpt grafin í húsarústum. Þau er myrt þúsundum saman.  Myrt af því við sýnum því tómlæti.

Ef einhverjum dirfist að benda Ísrael á að aðgerðir Hamas fyrir núna nærri þremum vikum hafi ekki sprottið úr tómarúmi heldur í kjölfar stefnu sem teygir sig aftur um áratugi öskrar Ísraelsstjórn vitfirringslega. Þegar Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) nefndi að skoða yrði samhengi sögunnar krafðist fulltrúi Ísraelsstjórnar að hann segði af sér.

Yfirmaður flóttamannahjálpar S.þ. gagnvart Palestínumönnum, UNRWA fær vitaskuld bágt fyrir að benda á þá mannúðarkrísu sem skorturinn á Gaza er að valda. Í dag kærir Ísrelsstjórn sig ekkert um afskipti Sameinuðu þjóðanna og hefur fyrir löngu gleymt að landið getur þakkað alþjóðasamtökunum tilvist sína.

„Grunur“ S.þ. um að stríðsglæpir hafi verið framdir munu mæta sömu vitfirringslegu öskrunum. Hversu mörg barnslík þarf annars til að rökstyðja þann grun?

Skilaboðin frá Tel-Aviv gagnvart umheiminum eru skýr: „Við erum upptekin við að slátra börnum – skiptið ykkur ekki af þessu“. Vesturlönd hlýða. Með þögn eða muldrandi marklausum beiðnum um mannúð fær Ísrael áfram ráðrúm til barnsmorða í tómarúminu sínu. Þegar barnaslátrunin  náði 3000 ákvað Ísraelsstjórn að véfengja tölurnar og Biden Bandaríkjaforseti tók undir. Þetta eru náttúrulega tölur frá Hamas – sögðu þeir – og kunna að vera hreinn skáldskapur. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza birtu þá nafnalista allra þeirra sem sannarlega voru drepnir – með kennitölum, yfir 7000 nöfn, 3000 börn. Árum saman hefur enginn véfengt dánartölur frá Gaza, ekki einu sinni Bandaríkjaþing.

En tómu og mölbrotnu  barnarúmin á Gaza eru frarin að valda óþægindum.

Ísraelsstjórn vill ekki að þú talir um þau, einungis gyðingabörnin sem dóu og fylgja með lygasögur um afhausun og svívirðingu. Í tómarúminu. Ef þú sýnir andúð þína á barnaslátruninni á Gaza ertu úthrópaður gyðingahatari og stuðningsmaður Hamas.

Ísraelsstjórn telur allt í lagi að drepa þúsundir barna á Gaza vegna þess að þau eru hryðjuverkabörn sem munu ódrepin vaxa úr grasi til að verða hryðjuverkamenn – og konur. Það er undirliggjandi að það sé í eðli þeirra í tómarúminu að verða morðóð. Þess vegna þarf að slátra börnunum. Losna við óværuna í eitt skipti fyrir öll. Hin endanlega lausn.

Það sem á sér stað fyrir augunum á okkur kallast þjóðarmorð. Ef til vill verður fluttur lofsöngur um þjóðarmorðið næst þegar Ísrael sendir fulltrúa á Eurovision

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí