Jon Stewart hættir þáttagerð fyrir Apple eftir afskipti fyrirtækisins af efnistökum

Apple TV, sjónvarpsdeild risafyrirtækisins, þótti nokkur akkur í því að hafa landað samningi við Jon Stewart um að stýra nýjum þáttum fyrir stöðina, árið 2020. Þættirnir hétu The Problem with Jon Stewart. New York Times greinir nú frá því að eftir árekstur milli þáttastjórnandans og stjórnenda Apple um meðhöndlun viðkvæms viðfangsefnis hafi Stewart rift samningnum og gengið burt. Þeirri þáttaröð er þar með lokið.

Í umfjöllun NYT kemur fram að viðkvæma viðfangsefnið hafi snúist um Kína og gervigreind. Nálgun Stewarts á þessi viðfangsefni hafi valdið stjórnendum Apple áhyggjum og andspænis forsetakosningunum framundan hafi þótt ástæða til að óttast að frekari ágreiningur kæmi upp milli þáttastjórnandans og stjórnenda fyrirtækisins.

Fulltrúar fyrirtækisins vildu ekki tjá sig við blaðamenn New York Times þegar eftir því var leitað.

Grínþáttur sem vettvangur samfélagsrýni

Jon Stewart er mörgum kunnur sem stjórnandi kvöldþáttarins The Daily Show, sem hann stýrði í sextán ár, frá 1999 til 2015, og þar með nær allan þann tíma sem Bandaríkin sögðust vera í „stríði gegn hryðjuverkum“. Það var öðrum fremur Stewart sem mótaði kaldhæðna pólitíska skemmtiþáttinn sem síðan hefur getið fjölda afkvæma í höndum ólíkra stjórnenda á ólíkum stöðvum, bæði innan og utan Bandaríkjanna.

Þó að Stewart héldi því til streitu að hann væri grínisti og þáttur hans grínþáttur, var fréttaumfjöllun þáttanna um langa hríð það innihaldsrík að þrátt fyrir frásagnarrammann reiddu stórir hópar ungs fólks sig á þá til upplýsingar um stöðu mikilvægra mála. Forsendur þáttanna og frásagnarrammi var á því rófi bandarískra stjórnmála sem mætti á víxl kalla „liberal“ og „progressive“, eða einfaldlega vinstri. Eins og segir í umfjöllun New York Times breytti Stewart grínþætti með lítið áhorf í menningarlegt hreyfiafl og varð einn best þekkti samfélagsrýnir landsins.

Trevor Noah tók við The Daily Show þegar Stewart sagði skilið við þáttinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí