Leiðin fram á við í verkalýðsbaráttunni að berjast gegn kapítalisma og nýfrjálshyggju

Verkalýðsmál 17. okt 2023

Stéttarfélög eru hornsteinn lýðræðisréttinda er umræðuefnið eftir hádegi á þingi PSI, alþjóðasamtökum opinberra starfsmanna. Verkalýðsfélög eru öflugustu hreyfingar í félagslegu og lýðræðislegu tilliti sem til eru í heiminum, og PSI er stærst þeirra með 30 milljónir félagsmenn í 152 löndum. Það er eina aflið svo að nýfrjálshyggjan með sína mannlegu ásjónu og grunnu slagorð um einfaldara og betra líf nái ekki að eyðileggja lýðræðissamfélög meira en hún hefur nú þegar gert. Nú er spurt um hvort alþjóðlega verkalýðshreyfing sé tilbúin í verkefnið að berjast gegn grunnhyggnum slagorðum nýfrjálshyggjunnar sem henni fylgir. Reynt var að svara því hvert hlutverk stéttarfélaganna sé í baráttunni gegn þessum öflum og fyrir almannaþjónustunni.

„Eins og við höfum orðið vitni að ríkir mikil spilling um allan heim. Spilling fylgir nýfrjálshyggjunni og kapítalismanum sem grefur undan lýðræðinu. Stjórnvöld í Katar geta keypt hvað sem þau vilja, t.d. FIFA, þegar þau  mútuðu, keyptu forseta FIFA til að fá að halda heimsmeistaramótið í fótbolta sem svo þurfti að segja af sér eftir að upp um mútumálið komst. Ég nefni þetta dæmi því þetta gerist á hverjum degi, valdafólk þiggur mútur fyrir að þegja yfir brotum sem eiga sér stað. Það voru stéttarfélögin sem vöktu athygli á hryllilegum brotum sem stjórnvöld í Katar frömdu, og eru enn að fremja þrátt fyrir loforð um annað, á um tveimur milljónum farandverkamönnum í aðdraganda heimsmeistaramótsins í fótbolta sem fram fór í Katar. Það voru farandverkamenn sem byggðu innviðina í þar; leikvanga, vegi og lestarkerfi. VAKNIÐ! Rétturinn til að fara í verkfall er nauðsynlegur lýðræðinu og verkföll eru til þess gerð að vekja athygli á óréttlæti sem launafólk er beitt af slíkum stjórnvöldum Svo þurfum við hugrekki til að berjast fyrir lýðræðinu, við getum ekki hallað okkur aftur og gert ekki neitt,“ sagði Fran Hoffer miklum móð.

„Alþjóðasamtökin okkar eru 30 milljónir opinberra starfsmanna um allan heim en hvorki formaður PSI né framkvæmdastjóri þess eru PSI, heldur fólkið sjálf – við öll saman erum PSI. Við þurfum að fara aftur í ræturnar og tryggja grunngildin okkar, að allir eigi rétt á virðingu og jöfnun tækifærum. Ég vil ekki heyra stjórnvöld í Katar né annarsstaðar sem brjóta á mannréttindum og auðgast á störfum launafólks ætli að huga að þessum málum í framtíðinni eins og Frank ræddi um, hugsa málið – nei! Við þurfum að bregðast strax við og berjast gegn því að ekki sé brotið á farandverkamönnum eins og stjórnvöld í Katar og víðar í heiminum stunda. Ef við sættum okkur við slík mannréttindabrot og brot á alþjóðlegum samþykktum launafólks erum við sjálf hluti af vandanum,“ sagði Sue Longley.

Þau sem tóku þátt í pallborðsumræðunni voru: Sue Longley, aðalritari IUF, Françoise Geng, framkvæmdastjóri CGT Santé, Dahlia Yasser Fetiha, aðalritari Starfsmannafélags bókasafnsfæðinga við Alexandrina í Egyptalandi og Sunghee Oh frá Stéttarfélagi opinberra starfamanna í flutningsþjónustu og almannasamgangna í Suður-Kóreu.

Marcelo Di Stefano, framkvæmdastjóri Samtaka háskólastarfsmanna í Suður-Ameríku stýrði pallborðsumræðunni.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí