Mikill stuðningur innan Sjálfstæðisflokksins við sprengjur og innrás Ísraelshers á Gaza

„Eng­in góð lausn er til á því ástandi sem nú er í Mið-Aust­ur­lönd­um en liður í henni er að upp­ræta Hamas. Þó að sú leið sé sárs­auka­full vegna fram­göngu hryðju­verka­sam­tak­anna er hún eina von­in um raun­veru­leg­an frið og bjart­ari framtíð fyr­ir íbúa svæðis­ins,“ skrifar Davíð Oddsson ritstjóri og fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins í leiðara dagsins.

„Vest­ur­lönd ættu ekki að taka und­ir með hryðju­verka­sam­tök­un­um og yf­ir­boðurum þeirra í Íran um að nú verði Ísra­els­menn að leggja niður vopn,“· bætir hann við og tekur undir með ríkisstjórn Bandaríkjanna sem greiddi atkvæði gegn mannúðarvopnahléi á Gaza.

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Davíð setti Ísland á lista viljugra stuðningsþjóða sprengjuárása og innrásar Bandaríkjahers inn í Íraks í kjölfar hryðjuverkaárása á tvíburaturnana í New York, þótt Írak hafi ekkert komið þeim árásum við. Né Afganistan, sem Bandaríkjaher réðst líka inn í og herjaði á í tuttugu ár án nokkurs tilefnis eða árangurs. Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn studdi þann hernað eins og flokkurinn hefur stutt allt sem Bandaríkjaher hefur tekið sér fyrir hendur undanfarna áratugi.

Í Reykjavíkurbréfi sunnudagsins var Davíð líka með heróp og hvatti Ísraelska herinn til að ryðjast sem fyrst inn á Gaza: „Og sprengjudrunurnar sem síðdeg­is á föstu­dag bár­ust frá landa­mær­um Ísra­els og Gasa benda nú ein­dregið til þess að und­ir­bún­ingi aðgerða þar sé loks­ins að ljúka. Og komið sé að skulda­dög­un­um. Lík­legt er að það hafi áhrif á að ekki skuli bíða mikið leng­ur að kröf­urn­ar um vopna­hlé í þágu þess aðilans sem árás­irn­ar hóf halda áfram og ekki síst á Vest­ur­lönd­um. Hætt er við að þeir stjórn­mála­menn á þeim slóðum, sem veik­ast­ir eru fyr­ir, grípi þann málstað á lofti, þótt ósann­gjarn sé. Því fyrr sem Ísra­els­menn hefjast handa því betra og lík­legra er það einnig til ár­ang­urs.“

Þarna er yfirstandandi og yfirvofandi þjóðarmorði fagnað og árás Ísraels stillt upp sem eins konar krossferð eins og George Bush skilgreindi hernað sinn gegn þjóðum Islam. Hugsunin er sú að ef hryðjuverkamenn eru brúnir og Islamtrúar megi sprengja og myrða allt fólk sem er brúnt og frá löndum Islam. Öll Palestínska þjóðin beri sameiginlega ábyrgð á hryðjuverkum hernaðararms Hamas og skulu gjalda fyrir það, ekki bara sjö sinnum heldur sjötíu og sjö sinnum.

Þetta er yfirborðsréttlætingin sem Davíð boðar. Að baki eru auðvitað hráir hagsmunir bandarískra auðhringja, sem ríkisstjórn og her Bandaríkjanna ver um allan heim.

Davíð er ekki að tala út í tómið. Afstaða hans hefur hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins og innan. forystu hans. Og það er þessi afstaða sem veldur því að Ísland greiddi atkvæði eins og gert var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkisnefndar Alþingis, réttlætti þessa afstöðu á Sprengisandi í gær.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí