Rannsóknarblaðamenn ofsóttir
Í morgun réðst lögreglan í Delhi á Indlandi inn á heimili rannsóknarblaðamanna fréttamiðilsins NewsClick og tölvur gerðar upptækar. Blaðamennirnir neita ásökunum um að hafa fengið ólöglegan fjárhagsstuðning frá kínverskum stjórnvöldum. Sjá umfjöllun BBC um árásina í morgun.
Ofsóknir, árásir og tilhæfulausar húsleitir og skattrannsóknir á blaðamönnum eru orðnar æ algengari í Indlandi og setja samtökin Reporters without borders Indland í 161. sæti yfir lönd heims þar sem ríkir fjölmiðla- og tjáningafrelsi. Á síðu þeirra kemur fram að á þessu ári hafi 21 blaðamaður verið drepinn og 536 séu í haldi lögreglu í heiminum.
Ísland er nú í 18. sæti lista Reporters without borders og féll um þrjú sæti milli ára.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward