Það hitnaði í kolunum á PSI-þinginu þegar ályktun nr. 3 var rædd sem fjallar m.a. um réttindi LGBT+ og hinsegin fólks og efnhagslegt öryggi og réttlæti fyrir alla.
Í ályktuninni segir að PSI viðurkenni að öfga hægri stjórnmál hafa alltaf einkennst af pólitískum verkefnum sem byggja á hugmyndafræðilegu og pólitísku ofbeldi sem beinist gegn ákveðnum hópum íbúa samfélaganna. Pólitískt verkefni þessa afla beinist gegn réttindum kvenna, fólki á flótta, réttindum LGBT+ fólks og gegn þjóðerni- og eða trúarlegum minnihlutahópum.
Þá stendur að PSI viðurkenni að þróun hægri öfgahugmynda er ein af afleiðingum kapítalismans og að alþjóðavæðingin eyðileggi félagslegar og umhverfisleg gildi og hefur stuðlað að ójöfnuði í lýðræðissamfélögum.
Fólk sem talaði fyrir ályktuninni var mikið niðri fyrir vegna þess að réttindi hinsegin og LGBT+ fólks eru fótum troðin. Ekki voru allir sammála þessari ályktun og fyrir utan salinn brutust út mótmæli gegn ályktuninni. Engu að síður, og sem betur fer, samþykkti þingið ályktunina sem styrkir baráttuna fyrir réttlátari samfélögum og rétti fólks að fá að lifa eins og það langar til og ráða yfir lífi sínu án þess að eiga það á hættu að vera útskúfað og jafnvel myrt fyrir að vera það sjálft.
Inn í þingsalnum fagnaði þingið samþykkt á ályktun nr. 3.
Fyrir utan þingsalinn brutust úr mótmæli gegn ályktun nr. 3 þar sem Britta Lejon, nýkjörin formaður PSI reyndi að stilla til friðar og miðla málum.
Frétt af vef Sameykis.