Þetta er niðurstöður rannsóknar sænsku félagsvísindastofnunarinnar sem framkvæmd var yfir tímabilið 2009-2012 og náði til tuttugu og tvö þúsund einstaklinga sem bjuggu annað hvort við yfirvofandi húsnæðismissi, höfðu misst húsnæði eða voru á vergangi. Kallast þessar niðurstöður á við niðurstöður breskra, bandarískra og ástaralskra rannsókna um skaðleg áhrif húsnæðisóöryggis á andlega heilsu fólks.
Það er vel þekkt að húsnæðisóöryggi sem veldur tíðum nauðungaflutningum fólks á milli heimila, hverfa og jafnvel sveitarfélaga getur valdið langvinnum félagslegum og andlegum áföllum hjá þeim sem fyrir verða. Bandarískar rannsóknir sýna til að mynda að þeir sem búa á leigumarkaði eru helmingi líklegri til að meta skaðleg áhrif stöðu sinnar á húsnæðismarkaði á andlega líðan. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í breskum og áströlskum rannsóknum.
Sænska félagsvísindastofnunin lagði áherslu á að meta sjálfsvígstíðni einstaklinga útfrá húsnæðisóöryggi í rannsókn sinni. Rannsakendur gættu þess sérstaklega einangra aðra þætti sem gætu haft áhrif á sjálfsvígstíðni, svo sem fátækt, sjúkdóma, lífstíl og almenna geðheilsu hvort sem er tilkomin vegna erfða eða annarra umhverfisþátta. Niðurstaðan var eins og áður sagði að sjálfsvígstíðni fjórfaldaðist hjá þeim sem búa eða bjuggu við húsnæðisóöryggi.
Niðurstöður ástralskra rannsókna benda einnig til þess að húsnæðisóöryggi geti haft skaðleg áhrif á virkni og heilbrigði fjölskyldna þar á meðal tengslamyndun og tengslaþroska fjölskyldumeðlima. Sammerkt er með áströlskum og bandarískum rannsóknum er að hrakandi andleg heilsa leigjenda tilkomin vegna húsnæðisóöryggis er mun verri en þeirra sem upplifa húsnæðisóöryggi en búa í eigin húsnæði.
Nokkur samsvörun er á milli rannsókna um áhrif fátæktar eða fjárhagslegra erfiðleika á andlega heilsu, hvort sem fólk býr á leigumarkaði eða í eigin húsnæði. Hinsvegar skilur mjög ákveðið á milli þegar að kemur að húsnæðisóöryggi á meðal leigjenda en þar benda mælingar til að áhrif húsnæðisóöryggis séu mikil á andlega heilsu, hvort sem er að ræða upplifun þeirra og mat á eigin líðan eða staðfests hlutfalls þeirra sem glíma við andleg veikindi sem afleiðing af húsnæðisóöryggi.