Þetta er kenningin á allra vörum um hvað Bjarni Ben er að reyna að gera

Það er ekki að ástæðulausu sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur hlotið gælunafnið Teflon-Bjarni. Þrátt fyrir hvert hneykslið á eftir öðru þá hefur hann ávallt setið sem fastast í sínum stól, ef hann komst upp með það. Gæti verið að í nótt hafi á hann sótt þrír draugar sem varð þess valdandi að honum óx samviska? Nei, það er hæpið og því líta flestir á að afsögn hans sé einhvers konar útspil.

Nú strax má segja það sé ákveðin ríkjandi kenning um hvað Bjarn er að reyna að gera og má sjá hana víða á samfélagsmiðlum. Í stuttu máli snýst kenningin um að Bjarni sé að reyna að máta Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og á sama tíma að segja skilið við stjórnmál með einhverri reisn. Kenningin er sú að með því að bregðast svo við álit umboðsmanns Alþingis þá sé hann að reyna að tryggja að Svandís segi líka af sér þegar umboðsmaður kveður upp álit sitt á hvalveiðabanni hennar. Talsverðar líkur eru á því að álit umboðsmanns verði Svandísi ekki í vil. Með þessu nær Bjarni að koma sér rækilega í mjúkinn hjá kvótakóngum landsins.

Síðan er talið líklegt að Bjarni sé ekki alveg hættur sem ráðherra og að hann taki við sem utanríkisráðherra af Þórdís Kolbrúnu Gylfadóttir. Hvað þetta atriði varðar eru þó talsverður munur á spá fólks. Sumir halda að Þórdís verði fjármálaráðherra og þannig nokkuð öruggt að hún endi sem formaður Sjálfstæðisflokkins, nokkuð sem Bjarni er sagður berjast hart fyrir. Aðrir benda þó á að Þórdís hefur reynst vonbrigði fyrir flesta Sjálfstæðismenn. Hún hefur tekið ákvarðarnir sem hafa reynst gífurlega óvinsælar í baklandi flokksins og hefur til að mynda verið hæðst að henni í Morgunblaðinu. Því halda sumir að Bjarni taki við sem utanríkisráðherra og Þórdís fái ekkert í staðinn.

Líkt og fyrr segir þá eru margir með þessa kenningu. Einn þeirra er Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, en hann skrifar í orðrómi í dag: „Kenningar eru uppi um að Bjarni hafi stokkið á tækifærið og notað álit umboðsmanns sem átyllu til að fara í skugga þess að flokkurinn er í fylgishruni og Samfylking trónir yfir honum sem risastór skuggi. Leikfléttan er sögð vera sú að Þórdís verði formaður og fjármálaráðherra en hann fari sjálfur í utanríkismálin og fylgi þannig fordæmi nokkurra forvera sinna um útgönguleið. Þetta mun allt skýrast á næstunni og einnig það hvernig Bjarni hyggst lenda sínum málum …“

Annar ritstjóri, Kristinn Hrafnsson hjá Wikileaks, er með svipaða kenningu. Hann skrifar á Facebook: „Er þetta ekki tækifæri til útleiðar úr pólitík í áföngum. Gera stólaskipti við utanríkisráðherra og nota tækifærið í tvö ár til ,,starfsviðtala” í útlöndum. Það myndi þýða að Reykfjörð Gylfa er verðandi flokksformaður. Er þetta svo fráleitt?“

Svo má segja að þessi kenning sé vinsæl meðal Pírata, en Guðmundur Hörður skrifar eftirfarandi innan Pírataspjallsins og eru margir sem taka undir: „Bjarni Ben að setja massa pressu á VG. Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí