Þúsundir mótmæltu hækkandi húsnæðiskostnaði í Portúgal

Í Lissabon, Porto og fleiri borgum Portúgal mótmæltu á laugardag þúsundir hækkandi húsaleigu. Á skiltum mátti lesa slagorð um réttinn til húsnæðis. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð til að gagnrýna stjórnvöld, undir forystu sósíalista, fyrir að standa vörð um hagsmuni leigusala en ekki almennings.

Í frétt Reuters um málið er bæði fasteignaverð og húsleiga sögð fara óðum hækkandi í landinu, undanliðin ár. Að baki búi annars vegar uppfærsla og endurbætur íbúðahverfa, millistéttarvæðing eða þétting byggðar, hvernig sem réttast er að þýða gentrification, og hins vegar túristasprengja: 2,16 milljónir ferðamanna heimsóttu Portúgal nú í ágúst, 10% fleiri en í sama mánuði fyrir faraldurinn, 2019, tvöfalt fleiri en tíðkaðist fyrir tíu árum síðan.

Blaðamaður Reuters tók einn mótmælendanna tali, Dinis Lourenco, 31 árs að aldri. Hann sagði laun þurfa að hækka verulega til að fólk geti greitt leigu, stjórnvöld þurfi að stýra leiguverði að einhverju leyti, og leysa úr yfirstandandi vaxtahækkunum. Fréttaveitan hefur það eftir honum og öðrum viðmælendum að þær skorður sem stjórnvöld hafi sett við Airbnb skammtímaleigu fyrr á árinu dugi ekki til að ná tökum á krísunni. Annað sem kyndi undir hana sé erlent fjármagn sem hækki verð á markaðnum og viðvarandi skortur á ódýru húsnæði.

Frá mótmælunum a laugardag.

Portúgal er meðal fátækari ríkja Vestur-Evrópu. Meðallaun þar nema 1.200 evrum á mánuði eða 175 þúsund krónum. Frá því að straumur ferðamanna til landsins tók að aukast verulega, árið 2015, hefur íbúðaleiga í landinu hækkað um 65 prósent. Hlutfall þeirra sem eiga húsnæði frekar en leigja það er tiltölulega hátt í Portúgal, miðað við önnur lönd Evrópu, eða 78 prósent, á móti 22 prósentum sem búa í leiguhúsnæði.

Frétt Reuters.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí