Utanríkisráðherra sótti pólska ráðstefnu þar sem NATO hlaut verðlaun Frelsisriddarans

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tók þátt í ráðstefnunni Warsaw Security Forum í pólsku borginni Varsjá sem lauk í gær, miðvikudag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins.

Á ráðstefnunni voru Atlantshafsbandalaginu (NATO) veitt verðlaun Frelsisriddarans fyrir „framúrskarandi hlutverk sitt í að viðhalda friði beggja vegna Atlantshafs“. „NATO er bandalag drauma okkar,“ sagði forstöðumaður pólsku þjóðaröryggisstofnunarinnar, Jacek Siewiera, í ræðu sem hann flutti til heiðurs verðlaunahafanum. Fulltrúi Casimir Pulaski stofnunarinnar, hugveitunnar sem heldur ráðstefnuna, sagði NATO vera „árangursríkasta hernaðarbandalag í sögu heimsins, sem enginn hefur dirfst að ráðast á.“ Verðlaunagripurinn virðist vera sverð það sem aðmírállinn Rob Bauer ber á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Mótun og þróun eftirspurnar

Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2014, af fyrrnefndri hugveitu, Casimir Pulaski stofnuninni (Fundacja im. Kazimierza Pułaskiego), sem nefnd er í höfuðið á 18. aldar herforingjanum Kazimierz Pułaski. Frá upphafi, segir í pólskri Wikipedia-færslu um ráðstefnuna, var tilgangur hennar að „vekja meðvitund um starfsemi NATO og ESB á forsendum öryggismála, með samtali milli ráðamanna og sérfræðinga.“

Innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 var meginviðfangsefni ráðstefnunnar þegar hún var haldin fyrst. Auk ráðamanna og sérfræðinga virðist, samkvæmt færslunni, fulltrúum hergagnaframleiðenda boðið til ráðstefnunnar: „Hafa ber í huga að einkageirinn er einnig mikilvægur þáttur í alþjóðaöryggismálum, ráðstefnan býður þeim því ekki aðeins að kynna hvað þeir hafa fram að færa heldur hjálpar til við mótun í og þróun eftirspurnar.“ Hér er lauslega þýtt úr enskri Google-þýðingu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí