Allt að 70% verðmunur á mjólkurvöru milli verslana

Efnahagurinn 3. nóv 2023

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á mjólkurvörum þann 25. október síðastliðinn. Verð voru athuguð í tíu verslunum og voru alls 318 vörur teknar til greina. Einnig voru borin saman verð á fimm undirflokkum: mjólk og rjómi, vegan vörur, smjör og ostar, jógúrt og AB mjólk, og skyr. Í öllum tilfellum var verðlag hæst í 10-11 og Krambúðinni og lægst í Bónus og Krónunni.

Verðlag er reiknað með því að taka meðaltalsfjarlægð frá lægsta verði hverrar vöru fyrir sig, og endurspeglar hversu mikið hærra verð á vöru er að meðaltali frá þeirri verslun þar sem hún var ódýrust.

Verðlag var lægst í Bónus, 0,4% frá lægsta verði þegar allar vörur eru skoðaðar, og lægst í öllum undirflokkum. Það var hæst í 10-11, 66% frá lægsta verði þegar allar vörur eru skoðaðar, og hæst í öllum undirflokkum nema jógúrt og AB mjólk, þar sem Krambúðin var dýrari.

Mestur verðmunur var í undirflokkunum jógúrt og AB mjólk, þar sem verð í Krambúðinni voru að jafnaði 71% hærri en lægsta verð og í vegan vörum, þar sem verð í Krambúðinni og 10-11 voru að jafnaði 70% hærri en lægsta verð, og í flokknum mjólk og rjómi þar sem verð í 10-11 voru að jafnaði 71% hærri en lægsta verð.

Fjarðarkaup var þriðja ódýrasta verslunin á heildina litið, og í öllum undirflokkum nema vegan vörum, þar sem hún var ódýrari en Krónan.

Hér að neðan má sjá verðlag í öllum undirflokkum ásamt fjölda vara sem lágu til grundvallar samanburðinum.

Verð var einnig skoðað í Costco, en aðeins mátti finna 23 vörur þar af þeim sem voru til samanburðar. Verðlag á þeim var að jafnaði 5,7% lægra en þar sem það var lægst annars staðar — allt frá því að vera 15% ódýrara upp í að vera 9% dýrara. Hafa þarf í huga að einungis er hægt að versla í Costco ef greitt er fyrir aðgangskort.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí