66 prósent bandarískra kjósenda eru sammála um að Bandaríkin ættu að kalla eftir vopnahléi á Gasa, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í október. Eins og búast má við er stuðningur við vopnahlé meiri á meðal demókrata en repúblikana – 80 prósent demókrata sögðust sammála eða mjög sammála þeirri afstöðu.
Það sem kemur þó ef til vill meira á óvart er að afstaðan á sér einnig meirihlutafylgi meðal repúblikana: 56 prósent þeirra sem sögðust kjósa Repúblikanaflokkinn sögðust sammála eða mjög sammála því að Bandaríkin ættu að kalla eftir vopnahlé en aðeins 34 prósent andvíg. 10 prósent repúblikana voru óviss.
Eftir stendur að ekki aðeins meirihluti bandarískra kjósenda heldur meirihluti bandarískra repúblikana er vinstra megin við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur í þessu máli, en hvorki stjórnin sem heild né einstakir ráðherrar hennar hafa hingað til lýst yfir stuðningi við afdráttarlaust vopnahlé, aðeins tímabundið „mannúðarhlé“.
„Að hvaða leyti ertu sammála eða ósammála ….“ Aðeins fjórðungur aðspurðra sagðist beinlínis andsnúinn því að Bandaríkin kalli eftir vopnahlé.
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.