Bára segir Miðflokksmenn enn í dag að reyna klekkja á henni: „Stöðugt áreiti“

Bára Halldórsdóttir, líklega þekktasti uppljóstrari Íslandssögunnar, segist enn í dag verða fyrir áreiti frá Miðflokksmönnum. Yfirleitt í formi einhvers konar bréfa frá lögmönnum. Fimm ár eru í dag liðin frá því að hún tók upp ógleymanlegt samtal Miðflokksmanna og Flokks fólksins á Klausturbar.

„Ég fékk skilaboð frá fréttamanni sem minnti mig á að fimm ár eru frá klausturupptökunni. Hann spurði hvernig málsóknin hefði farið. Svo ég rifjaði það upp. Persónuvernd úrskurðaði að upptakan hefði verið ólögleg vegna lengdar. Engin sekt en beðið um að ég eyddi upptökunum af símanum sem ég gerði í margra vitna viðurvist á Gauknum á Báramótabrennu,“ segir Bára á Facebook.

Hún segir að uppljóstrun hennar hafi litlu skilað þegar upp er staðið. „Upprunalega málinu var ekki beint gegn mér vegna þess að það var hafið áður en ég kom fram, en því var vísað frá í landsrétt ef ég man rétt. Afleiðingarnar voru svo engar fyrir þá sem á klaustri sátu, ef skoðað er hvar þau eru stödd núna, en Albertína hætti í stjórnmálum eftir sína vakt og allar konurnar sem um ræddi þurftu að sitja áfram með henni á þingi og í nefndum. Einn sat áfram í velferðarnefnd þar sem fjallað er um málefni fatlaðra og fyrir utan smá frí frá vinnu í sumum tilfellum eru allir í sömu stöðu að virðist. Við skelltum einum meira að segja í starf þar sem hann þarf að vinna náið með konu sem hann niðurlægði við þetta borð. Miðflokkurinn missti reyndar nokkuð fylgi við næstu kosningar,“ segir Bára.

Hún segir að uppljóstrun hennar hafi á hinn bóginn gert henni lífið leitt síðustu fimm ár. „Ég var og er enn þá að takast á við heilsumissi sem stöðuga áreitið í persónuverndarmálaferlinu var. Nánast hvern mánudag fengum við Auður Tinna lögfræðingur senda nýja kröfu eða beiðni sem voru margar hreint bull. Þeir hafa reyndar fimm ár í viðbót til að gera einkalögsókn. Endilega fjallið samt frekar um orð þeirra en mig. Þau eru mikilvægi þátturinn í þessu máli. Pistlar um ykkar sýn og upplifun væru mikils metnir. #klausturgate“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí