Bjarni vildi ekki kalla árásina á Jabalia flóttamannabúðirnar árás

Norska dagblaðið slær upp ummælum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á blaðamannafundi utanríkisráðherra Norðurlandanna þar sem Bjarni neitaði að svara um afstöðu sína til árásar ísraelska hersins á Jabalia flóttamannabúðirnar þar sem fjöldi manns lét lífið. Bjarni spurði blaðamanninn hvort hann væri að fullyrða um árás hefði verið að ræða. Blaðamaðurinn spurði Bjarna þá hvernig hann myndi skilgreina það sem gerðist.

„Ja, það fer eftir nálguninni,“ svaraði Bjarni. „Eins og þetta blasir við mér eru Ísraelsmenn í stríð gegn hryðjuverkamönnum. Og allt sem gerðist, það sem við höfum séð í fjölmiðlum er skelfilegt og eitthvað sem verður að forðast og brýtur í bága við alþjóðalög. En þú getur ekki tekið þetta úr samhengi, að það eru enn hryðjuverkamenn sem eru í virku árásarstríði gegn Ísrael. Og þessar árásir kalla á viðbrögð. Við höfum séð mörg dæmi þess að hryðjuverkamenn noti óbreytta borgara sem skjöld. Það er það sem gerir þetta svona flókið.“

Að minnsta kosti fimmtíu manns fórust þegar ísraelski herinn réðst á búðirnar til að fella Ibrahim Biari, einn af leiðtogum Hamas. Dagblaðið hefur eftir fréttamanni Al Jazeera sem lýsti árásinni af vettvangi: „Sjáðu eyðilegginguna. Flest fórnarlömbin eru börn og konur. Við höfum séð hundruð fórnarlamba hér. Eyðileggingin er gríðarleg. Þetta er stórfellt fjöldamorð.“

„Það sem hefur gerst er án efa grimmt, það er enginn vafi á því,“ hefur norska Dagblaðið eftir Bjarna. „En orðalag spurningarinnar um árás á flóttamannabúðir bendir til þess að Ísrael hafi vísvitandi ráðist á flóttamannabúðir.“ Og Bjarni vildi ekki fallast á það.

Hér má lesa fréttina í norska Dagblaðinu: «Sa du angrep?»

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí