Bláa lónið gaf skít í minningu Vals: „Sýnir hvaða siðferði stjórnendur fyrirtækisins hafa“

„Nú þegar Bláa lónið er í sviðsljósinu, þá er gott að minnast þess að maðurinn sem að tók áhættuna á því að baða sig í af fallinu frá virkjuninni fékk aldrei neitt í sinn hlut frá þeim, og þegar hann dó, óskaði fjölskylda hans að lónið tæki þátt í útfararkostnaði hans, til þess að heiðra hann. Það var ekki gert, þar sem lónið er nú í sviðsljósinu, þá mætti nú alveg minnast á þetta, því það sýnir hvaða siðferði stjórnendur fyrirtækisins hafa.“

Þetta skrifar Þórólfur Júlían Dagsson, fyrrverandi oddviti Pírata í Reykjanesbæ, á Facebook en hann vísar til Vals Margeirssonar. Hann var fyrstur til að baða sig í lóninu árið 1981, þó að vísu sé hvergi minnst á hann í kynningarefni lónsins. Valur lést árið 2015, en hann hafði reynt að leiðrétta tilurð Bláa lónsins, til að mynda í aðsendri grein sem birtist í Víkurfréttum árið 2004. Þar skrifaði Valur:

„Ég vil því meina að ég undirritaður, sé upphafsmaður að kalla þennan stað, Bláa lónið, auk þess sem ég tel mig hafa verið fyrstan til að baða mig þarna til að kanna lækningamátt þessa jarðsjávar.“

Hann tók þó skýrt fram að hann væri ekki að biðja um neitt nema bara að sannleikurinn væri hafður að leiðarljósi. „Með þessum orðum mínum er ég hvorki að státa mig af þessu né að agnúsast yfir áframhaldandi uppbyggingu við Bláa lónið fyrir psoriasis-sjúklinga, síður en svo. Mér finnst hinsvegar þegar menn á tyllidögum sem þessum eru að rifja upp tilurð Bláa lónsins þar sem verið er að eigna hinum og þessum heiðurinn af því að hafa uppgötvað þennan lækningamátt, að þá megi sannleikurinn fá að njóta sín.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí