Boða mótmæli við Laugardalsvöll eftir viku: „Gefum þjóðarmorði Ísraels rauða spjaldið!“

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað mótmæli við Laugardalsvöll eftir viku, fimmtudaginn 30. nóvember, en þá tekur Breiðablik á móti ísraelska liðinu Tel Aviv Maccabi. Samtökin segja að fótboltaliðið sé hér sem fulltrúar Ísrael-ríkisins sem hefur nú drepið 14 þúsund almenna borgara hið minnsta. Þar af tæplega 6000 börn.

„Það er algjörlega óásættanlegt að ríki sem kemur fram af svo mikilli grimmd gagnvart annarri þjóð skuli fá að senda fulltrúa sína á íþróttakappleik hingað til lands. Þar með er Ísland og íslensk íþróttahreyfing því miður í samstarfi við ríki sem fremur mannréttindabrot og stríðsglæpi,“ segir í lýsingu mótmælanna á Facebook.

Samtökin benda á að aðskilnaðarstefna Ísrael eigi við í íþróttum líkt og öllum öðrum sviðum. „Félögin Ísland – Palestína og BDS Ísland – sniðganga fyrir Palestínu, harma þá staðreynd að ísraelskir knattspyrnumenn og konur geti komið til Íslands, á meðan palestínskir íþróttamenn hafa ekki sömu tækifæri. Endalausar árásir Ísraelsmanna á innviði palestínskra íþróttamála og árásir og morð á palestínskum íþróttamönnum eru með öllu óásættanlegar. Aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám, árásir, morð og eyðileggingu verður að stöðva,“ segir í lýsingu.

Hér má lesa nánar um mótmælin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí