„Borðleggjandi að þjóðnýta á orkuverið í Svartsengi“

Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, segir að hamfarirnar á Suðurnesjum séu gott tilefni til að endurskoða eignarhaldið á orkuverinu í Svartsengi. Hann segir, líkt og fleiri undanfarið, að það sé eitt besta dæmi um það þegar gróðinn sé einkavæddur en tapið ríkisvætt.

„Hitaveita Suðurnesja var upphaflega stofnuð 1974  af og í eigu allra sex sveitarfélaganna  sem þá voru á Suðurnesjum.  Algjör gullmoli,“ segir Björn á Facebook.

„Síðar hélt frjálshyggjan innreið sína í opinberar eigur – ófær um að byggja neitt upp sjálf, en þess albúin að komast yfir eigur almennings með öllum tiltækum ráðum. Aðallega óheiðarlegum. Hitaveita Suðurnesja var einkavædd og skipt upp í HS Veitur og HS Orku. Sú er staðan núna.“

Björn segir að í ljósi þess að eigendur Hs Orku vilji bara hirða hagnaðinn en ekki taka þátt í að verja mannvirkið, þá sé eina vitið að þjóðnýta orkuverið. „Hagnaðurinn af rekstrinum fer alltaf til einkaaðila. Nú á að byggja varnargarða um mannvirkin í Svartsengi. Eigendur þeirra borga ekkert í þeim framkvæmdum. Almenningur um allt land á að borga með viðbótarskatti. Hér má æla. Þetta er mjög gott dæmi um hvernig gróðinn er einkavæddur, en tap er ríkisvætt, sem og óvæntur kostnaður.Það er algjörlega borðliggjandi að þjóðnýta á orkuverið í Svartsengi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí