Getum ekki tekið þátt í Eurovision ef Ísrael verður með: „Felix, þú græjar þetta“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður segir að Ríkisútvarpið verði að taka skýra afstöðu til þess hvort Ísland geti tekið þátt í Eurovision á sama tíma og Ísrael. Hann bendir á á Facebook að einkunnarorð keppninnar að þessu sinni sé: „Sameinuð með tónlist“. Ísland geti aldrei sagst sameinað með Ísrael, hvort sem það sé með tónlist eður ei. Hann beinir orðum sínum sérstaklega til Felix Bergssonar, sem hefur farið fyrir sendinefnd íslenska Eurovision hópsins  síðustu ár

„Eurovision söngvakeppnin var að senda frá sér ný einkunnarorð keppninnar í Svíþjóð á næsta ári. Sameinuð með tónlist. Ég ætla að leyfa mér að fara fram á að Ríkisútvarpið gefi þegar í stað skýrt til kynna að við verðum EKKI með ef ætlast er til að við séum þar SAMEINUÐ MEÐ ÍSRAEL,“ skrifar Illugi og bætir við:

„Frasar um að ekki eigi að blanda „pólitík“ í þessa söngvakeppni munu hljóma eins og klám þegar farið verður að veifa þar fánum Ísraels. Felix, þú græjar þetta?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí