Gróðinn einkavæddur, tapið ríkisvætt á Suðurnesjum – Moldríkir hluthafar borga ekki krónu í varnargarði

„Af hverju eru einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið, sem hafa grætt milljarða á undanförnum árum, ekki látin borga amk. hluta af kostnaðinum við varnargarðana? Þess í stað er lagður nýr skattur á þorra almennings til að borga kostnaðinn.“

Þetta skrifar Guðjón Friðriksson sagnfræðingur á Facebook en ljóst er af viðbrögðum við færsluna að mjög margir eru sammála honum. Nú hefur komið fram að björgunaraðgerðir fyrir þessi einkafyrirtæki verði alfarið greidd af almenningi. Ekki af hluthöfum þessa fyrirtækja sem hafa grætt milljarða á síðustu árum. Þess í stað vilja Sjálfstæðismenn setja skatt á almenna borgara, nánar tiltekið þá sem eiga fasteiginir. En sá hópur hefur einmitt verið illa brenndur af efnahagsstjórn flokksins með sífellt hækkandi stýrivöxtum.

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, bendir á að þetta sé einfaldleg gerspilltur pilsfaldarkapítalismi. „Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér þessari sérstöku tegund af íslenskum kapítalisma. Menn leggja af djörfung út í fjárfestingar og græða á tá og fingri. M.a. vegna „áhættunnar“ margumræddu. En þegar á bjátar þá heitir það forsendubrestur og mamma ríki kemur til bjargar. Og þá er spurt: Var þetta einhvern tíma einhver áhætta? Heitir þetta ekki bara einfaldlega gerspilltur pilsfaldakapítalismi? Veist þú það nokkuð, Brynjar?,“ spyr Jakob og merkir sérstaklega Sjálfstæðismanninn Brynjar Níelsson.

Brynjar reynir að svara þessu í athugasemd og skrifar: „Það heitir ekki forsendubrestur. Mamma ríki kemur ekki til aðstoðar nema almannahagsmunir séu fyrir hendi. Þetta snýst ekki um að bjarga einhverjum hluthöfum.“

Þessu svarar Jakob Bjarnar og skrifar: „Brynjar minn, eigum við ekki bara að leggja spilin á borðið og tala mannamál. Formúlan er þessi: Gróðinn einkavæddur, tapið ríkisvætt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí