Hrægömmunum í Creditinfo ekki treystandi með fimm krónur á milli húsa hvað þá viðkvæmar persónuupplýsingar

„Mikið er þetta fyrirtæki sérstakt og ógeðslegt fyrirbæri. Það hefur um mann allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar hvað fjármál varðar og vegur mann og metur að manni forspurðum. Dæmir í ruslflokk eða aðra viðeigandi flokka og spilar út um mann persónupplýsingum til þriðja aðila – og jafnvel til fjórða og fimmta aðila líka – hugsi maður sér t.d. að kaupa bíl eða baðinnréttingu.“

Þetta skrifar Guðmundur Brynjólfsson, djákni og skáld, á Facebook og vísar til fyrirtækisins alræmda Creditinfo. DV greindi frá því í gær að þetta fyrirtæki hefði nú ákveðið að nýta upplýsinga um eldri vanskilasögu fólk, sem þó er ekki lengur í neinum vanskilum. Guðmundur bendir réttilega á að það sé í raun stórfurðulegt að þetta sé leyfilegt nú á dögum þegar persónuvernd banni hitt og þetta:

„Allt leyfist þessu apparati á okkar friðhelgu tímum, þar sem svo mikið er látið með persónuvernd að manni er nánast bannað að spegla sig í búðarglugga í Hafnarfirði því spegilmyndin gæti kroppað eitt augnablik í sjónhimnu kattar á kvöldgöngu.“

Guðmundur segist óska þess að einhver þingmaður bannað þetta fyrirtæki með lögum. „Mikið væri ég nú glaður ef einhver dugandi þingmaður myndi koma því til leiðar að þetta fyrirtæki og önnur ámóta yrðu með lögum leyst upp og starfsemi þeirra bönnuð þannig að hver og einn maður fengi að nýju að hafa með sín fjármál að gera í prívatsambandi við sinn banka – fjarri rukkandi hrægömmum sem ekki er treystandi með fimm krónur á milli húsa hvað þá viðkvæmar persónuupplýsingar í ógnarstóru samkrulli við þjófa og ræningja.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí