Hvað þarf að gerast til að Bjarni Ben hætti að fá að skaða Ísland?

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra Íslands, vakti furðu á blaðamannafundi í Noregi þegar hann vildi ekki fallast á að nota orðið árás eða „attack“ um árás Ísraelshers á flóttamannabúðir á Gaza, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú til rannsóknar sem stríðsglæp. Furðan sem birtist í norskum fjölmiðlum á ummælum ráðherrans þykir mörgum varpa óþægilegu ljósi á þann þvætting sem íbúar Íslands eru vanir frá ráðamönnum.

Blaðamannafundurinn fór fram á miðvikudag, sem hluti af dagskrá Norðurlandaráðsþings. Á fimmtudag skrifaði Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, um uppákomuna á Facebook:

„Ísland er eitt fárra landa á Vesturlöndum sem hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu. En maðurinn sem gat ekki verið fjármálaráðherra án þess að selja föður sínum banka í eigu ríkisins; sem gat ekki setið í efnahags og viðskiptanefnd án þess að auðgast á hruninu; sem gat ekki setið af sér heimsfaraldur án þess að brjóta gegn sóttvarnarlögum; sem gat ekki komist hjá því að eiga fjárfestingarfélag í gegnum skattaskjól; sem gat bókstaflega ekki gert nokkuð á sínum pólitíska ferli án þess að brjóta trúnað við almenning og grafa undan lýðræðislegu umboði Alþingis, hann hefur náð á sínum stutta ferli sem utanríkisráðherra að gera Ísland ekki bara að athlægi í alþjóðamálum, heldur að bókstaflega réttlæta stríðsglæpi í samhengi við ólöglega og mannskæða innrás ríkis inn í annað ríki hvers tilvist og sjálfstæði er viðurkennd af Íslandi. Hvað þarf eiginlega að gerast til að hann hætti að fá að skaða Ísland?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí