Kallar eftir íslenskum samfélagsmiðli „svo við getum valið annað en þetta helvíti“

Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður og áður aðalleikari kvikmyndarinnar Sódóma Reykjavík, segir að það verði skýrara með hverjum deginum að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að hafa sérstakan samfélagsmiðil fyrir þjóðina. Öllum sé ljóst að þjóðin þurfi starfrænt torg, þar sem menn geta selt húsgögn og rifist um daginn og veginn. Það gangi þó ekki til lengri tíma að það torg sé rekið af erlendu stórfyrirtæki, sem virðist ekki hafa einn starfsmann sem tali íslensku. Og raunar virðist það ekki hafa neinn starfsmanna, miðað við upplifun margra af þvi að reyna að hafa samband við fyrirtækið.

„Nú eru margir að deila pistli eftir Ernu Mist og mér finnst eins og fólk sé loksins að vakna aðeins hvað varðar netheiminn, hvernig hann er orðinn og hvernig VIÐ erum orðin í samhengi við hann,“ skrifar Margrét Hugrún á Facebook, að sjálfsögðu, en hún heldur áfram:

„Það ljóta er að það er ekki hægt að fúnkera í nútímasamfélagi án þess að vera í (lóðbeinum og óbeinum) viðskiptum við bandarísk stórfyrirtæki sem eru nú orðin stærri og valdameiri en nokkurt heimsveldi hefur nokkurn tíma verið í sögu mannkyns. KGB á túrbósterum. Fyrirtækin eru aðallega fimm: Google, Amazon, Meta, Microsoft, og Apple – skammstafað GAMMA.“

Hún hvetur alla til að reyna að forðast viðskipti við þessa gamma: „Til að stemma stigu við ofríki GAMMA er  fyrsta skrefið að versla við „litla manninn”. Það tekur kannski svona tíu til fimmtán ár að draga úr valdi risanna en til að byrja með þá er hægt að nota t. d:

*Signal í staðinn fyrir Messenger

*Protonmail í staðinn fyrir Gmail

*Firefox, Opera eða Brave í staðinn fyrir Chrome eða Safari

*og DuckDuckGo leitarvélina í staðinn fyrir Google eða Bing.“

Það er fullt af „litlum” fyrirtækjum að reyna og auðvitað eigum við að velja þau og skipta svo ef þau skyldu verða of stór 🫡. Öll þessi fyrirtæki gera samt út á bæði öryggi og verndun einkalífs (privacy protection) svo þau verða líklega aldrei jafn óhugnanleg og GAMMA.“

Það er þó ljóst að þessi vandi verður ekki leystur með einstaklingsframtaki. „Næsta skref er svo að búa til íslenskan samfélagsmiðil svo við getum valið annað platform en þetta helvíti til að tjá okkur á og kaupa notuð húsgögn. Þá væri kannski hægt að fá að „tala við starfsmann” þegar manni yrði hent út fyrir að brjóta ritskoðunarreglur sem maður vissi ekki að væru til og allir milljarðarnir sem Mark hefur af þeim sem vilja auglýsa færu ekki í hans vasa heldur í hagkerfið okkar. Svo eru milljón aðrar ástæður fyrir því af hverju íslenskur samfélagsmiðill væri málið,“ segir Margrét.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí