Lífeyrissjóðir gera dauðaleit til að þurfa ekki að hjálpa Grindvíkingum: „Þetta er rotið kerfi“

„Ég hef heyrt að stjórnendur/forstjórar innan úr lífeyrissjóðakerfinu geri nú dauðaleit að afsökunum fyrir því að þurfa ekki að fylgja fordæmi bankanna um niðurfellingu vaxta og verðbóta, í þrjá mánuði, til handa Grindvíkingum. Það er auðvitað ekkert í lögum sem bannar sjóðunum að gera þetta. Engin lagaóvissa, Ekkert!“

Þetta skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook en hann segist hafa fengið það staðfest að forstjórar sjóðanna sé farnir að dusta rykið af 72 grein stjórnarskrárinnar, til þess eins að komast hjá því að leggja Grindvíkingum hjálparhönd.

„Já hugsið ykkur! Að loksins rís skrýmslið upp af föstum svefni þegar umræða er um hvort nokkrir sjóðfélagar fái sáralitla eftirgjöf af skuldum sínum við nokkra lífeyrissjóði. Eftirgjöf sem hefur engin áhrif á tryggingafræðilega stöðu þeirra eða áunnin réttindi í sjóðunum,“ segir Ragnar.

Hann segir þetta sýna vel að krefið sé rotið. „Og það þurfti þetta til. Eftir áratuga eignaupptöku ríkisins á verðbættum lífeyri landsmanna í gegnum skerðingar hafa lífeyrissjóðirnir og landssamtök þeirra vaknað. Og þau vöknuðu ekki við jarðskjálftana, ekki við eldgos, ekki við áratuga eignarnám á lífeyri vegna skerðinga heldur við sanngirniskröfu sinna eigin sjóðfélaga. Já þetta er rotið kerfi!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí