Nýorðin 17 ára og búið að taka af henni fótinn: „Hennar eina von er að komast til Íslands“

„Þetta er Asil. Hún er nýorðin 17 ára og liggur á spítala í Kaíró, búið að taka af henni annan fótinn, brotin, brennd og brákuð á handleggjum. Fjölskyldan hennar var drepin í sprengjuárás í Palestínu fyrir 4 vikum. Hennar nánasti aðstandandi, bróðir hennar, býr hér og er að berjast fyrir því að fá systur sína hingað í öruggt skjól en að öllu jöfnu verður hún send aftur til Gaza um helgina.“

Þetta skrifar Vera Wonder Sölvadóttir á Facebook og deilir undirskiftarlista til íslenska ríkisins Asil til stuðnings. Asil er munaðarlaus en bróðir hennar vill ólmur fá hana í skjól á Íslandi. Hann safnar einnig fyrir lyfjakostnaði og svo hann geti farið út og sótt hana.

„Hér fyrir neðan er undirskriftarlisti til íslenska ríkisins henni til stuðnings sem og söfnun til að styrkja Asil, bæði lyfjakostnað og ferð til að sækja hana. Hún á ekki foreldra lengur, systir hennar var myrt og systursonur, heimilið gjöreyðilagt. Hennar eina von er að komast til Íslands. Hjálpum henni,“ skrifar Vera.

Hér má finna undirskrifarlistann.

Reikningsupplýsingar: 515-14- 8402

Kennitala: 520188-1349

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí