„Þetta er Asil. Hún er nýorðin 17 ára og liggur á spítala í Kaíró, búið að taka af henni annan fótinn, brotin, brennd og brákuð á handleggjum. Fjölskyldan hennar var drepin í sprengjuárás í Palestínu fyrir 4 vikum. Hennar nánasti aðstandandi, bróðir hennar, býr hér og er að berjast fyrir því að fá systur sína hingað í öruggt skjól en að öllu jöfnu verður hún send aftur til Gaza um helgina.“
Þetta skrifar Vera Wonder Sölvadóttir á Facebook og deilir undirskiftarlista til íslenska ríkisins Asil til stuðnings. Asil er munaðarlaus en bróðir hennar vill ólmur fá hana í skjól á Íslandi. Hann safnar einnig fyrir lyfjakostnaði og svo hann geti farið út og sótt hana.
„Hér fyrir neðan er undirskriftarlisti til íslenska ríkisins henni til stuðnings sem og söfnun til að styrkja Asil, bæði lyfjakostnað og ferð til að sækja hana. Hún á ekki foreldra lengur, systir hennar var myrt og systursonur, heimilið gjöreyðilagt. Hennar eina von er að komast til Íslands. Hjálpum henni,“ skrifar Vera.
Hér má finna undirskrifarlistann.
Reikningsupplýsingar: 515-14- 8402
Kennitala: 520188-1349