Ráðgjafi ráðherra gerður blóraböggull fyrir hjásetu Íslands og látinn fara

Samstöðin hefur heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem hefur gegnt stöðu utanríkisráðgjafa Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, geri það ekki lengur. Samkvæmt heimildum miðilsins var Auðunn rekinn úr þeirri stöðu fyrir tíu dögum síðan, aðgangskortið tekið af honum og honum sagt að rýma skrifstofu sína. Sagt er að þannig hafi Auðunn verið látinn taka ábyrgð á klúðrinu við atkvæðagreiðslu Íslands á vettvangi Allsherjarþings SÞ, þann 28. október sl., en þann dag sat Ísland hjá þegar Allsherjarþingið samþykkti ályktun sem krafðist „mannúðarvopnahlés“ á Gasa.

Það er mat heimildamannsins að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að margrumrætt tölvuskeyti um atkvæðagreiðsluna, frá fastanefnd Íslands í New York, hafi borist Auðuni og ekki ratað áfram frá honum í tæka tíð. Þó segir heimildamaðurinn að erindi sem þessi berist að jafnaðimörgum öðrum viðtakendum um leið, þar á meðal líklega aðstoðarmönnum beggja ráðherra og skrifstofustjórum í ráðuneytunum. Og þegar öllu er á botninn hvolft, sagði heimildamaðurinn, „eiga ráðherrarnir auðvitað að tala saman milliliðalaust í svona viðkvæmu máli.“ Nýliðinn í Utanríkisráðuneytinu, Bjarni Benediktsson, hafi hins vegar mögulega ekki áttað sig hversu pólitískt viðkvæmt málið væri. Og Auðunn hafi nú verið gerður að blóraböggli. Fylgir sögunni að mörgum þyki ráðuneytisstjóri Utanríkisráðuneytisins „frekar slappur,“ að standa ekki með sínum manni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí