Ragnar segir siðlausa stjórnendur lífeyrissjóða leggja stein í götu Grindvíkinga

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að viðbrögð stjórnenda íslenskra lífeyrissjóða við hamförunum í Grindavík sýna vel að þar sé pottur brotinn. Hann segir í pistli sem hann birtir á Facebook að stjórendur sjóðana, sem eru í eigu landsmanna, setja sig á móti því að Grindvíkingum sé rétt hjálparhönd. Í ljósi þess að varla sé hægt að finna Íslending sem ekki vill allt fyrir Grindvíkinga gera, þá sé viðbrögðin stjórnenda furðuleg.

Hér fyrir neðan má lesa pistilinn í heild sinni.

Hvað ætla lífeyrissjóðirnir að gera fyrir Grindvíkinga?

Það kemur alltaf jafn mikið á óvart  hversu taktlausir og siðlausir lífeyrissjóðirnir og talsfólk þeirra eru. Nú hafa bankarnir ákveðið að fella niður vexti og verðbætur á húsnæðislánum Grindvíkinga, í þrjá mánuði, en sjóðirnir bera fyrir sig lagaóvissu um málið.

Lífeyrissjóðirnir geta semsagt haft stjórnarformenn sem hafa réttarstöðu sakbornings eða verið þáttakendur með öðrum hætti í stærsta samkeppnisbrotamáli Íslandssögunnar en borið fyrir lagaóvissu við að fylgja samkeppni á fjármálamarkaði?

Auðvitað er alltaf lagaóvissa þegar kemur að því að gera eitthvað fyrir fólkið. Og aldrei má hafa samráð þegar taka þarf samfélagslega mikilvægar ákvarðanir. Við megum ekki og getum ekki!

Öðru máli gegnir þegar verja þarf kerfið eða aðlaga að þörfum fjármálakerfisins eða sérhagsmuna. Ekkki er langt síðan að breyta þurfti lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða svo SA gæti þrýst þeim í að bjarga Icelandair.

Á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða segir að hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða sé meðal annars:

Gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga.

Hafa frumkvæði í þjóðmálaumræðu um málefni sjóðanna og lífeyrismál og stuðla að jákvæðri ímynd þeirra.

Það þarf ekki að kafa djúpt til að komast að þeirri niðurstöðu að landssamtökin sinni hvorugu þessu hlutverki. Og set ég stórt spurningamerki um hvort það sé hreinlega löglegt að sjóðirnir fjármagni þessi samtök.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að lífeyrissjóðirnir eru plága í íslensku samfélagi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí