SA minna fyrirtæki í Grindavík á að þau þurfa ekki að borga starfsfólki laun

Samtök atvinnulífsins birtu tilkynningu, aðfaranótt mánudags, til að minna fyrirtæki á rétt þeirra í náttúruhamförum á við þær sem nú ríða yfir og vofa yfir Grindavík, nánar til tekið að fyrirtækin þurfi ekki að greiða starfsfólki laun á meðan ástandið varir en geti eftir sem áður krafist þess að sama starfsfólk mæti til vinnu um leið og ástandinu linnir.

„Nú reynir á samstöðu þjóðarinnar“

Aðfaranótt mánudags birtist tilkynning á vef Samtaka atvinnulífsins undir yfirskriftinni „Grindavík – við erum til staðar“. Undir fyrirsögninni sést mynd af Grindavíkurbæ við sólsetur og skilaboðin virðast við fyrstu sýn hugljúf. „SA eru fyrirtækjum innan handar“ segir síðan undirfyrirsögn, og vissulega má til sanns vegar færa að fyrirtæki svæðisins þurfi á stuðningi að halda, þó að flestu fólki séu kannski íbúar þess ofar í huga. „Samtök atvinnulífsins liðsinna aðildarfyrirtækjum í þeirri óvissu og hörmungum sem nú ríða yfir Grindavík,“ segir þá. Gott og vel, hver gerir vitaskuld sitt í ástandi sem þessu, Samtök atvinnulífsins hljóta að sinna sínum skjólstæðingum. Eins og segir í tilkynningunni: „Atvinnulífið mun finna fyrir þessum hamförum og afleiðingum þeirra eins og samfélagið allt. Nú reynir á samstöðu þjóðarinnar.“

Við lok tilkynningarinnar birtist hlekkur sem er merktur „Hér má nálgast svör við algengum spurningum um réttindi og skyldur atvinnurekenda í náttúruhamförum.“ Og þegar smellt er á hlekkinn kemur fyrsti upplýsingamolinn í ljós: „Þegar náttúruhamfarir stöðva starfsemi fyrirtækis, s.s. jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð eða skriðuföll, þá verður því ekki gert að efna samningsskuldbindingar sínar gagnvart starfsfólki.“

„Gindavík – við erum til staðar“ segir á forsíðu vefsins sa.is.

Réttindi fyrirtækja, skyldur starfsfólks

Fyrsti upplýsingamolinn – og raunar sá eini, því þeir fáu sem höfðu birst þessum til viðbótar, á aðfaranótt mánudags, hanga allir á þeirri sömu spýtu. Þar má til dæmis lesa má nánar um þá lagagrein sem samtökin segja grundvöllinn að frelsi fyrirtækjanna frá launagreiðslum í þessum kringumstæðum: 3. grein laga nr. 19/1979.

Í kynningu SA á lagagreininni má lesa að þó svo að atvinnurekandi beri ekki ábyrgð á að greiða starfsfólki laun í náttúruhamförum þá sé starfsfólkinu eftir sem áður skylt að mæta aftur til vinnu þegar hamförunum lýkur:

„Ákvörðun atvinnurekanda um að greiða ekki laun felur ekki í sér uppsögn ráðningar eða slit ráðningarsambands. Þegar aðstæðum linnir og starfsemi getur hafist á ný þá ber starfsfólki að koma aftur til vinnu og skylda til greiðslu launa verður virk á ný.“

Ber ekki heldur að greiða uppsagnarfrest

Þá er tilgreint sérstaklega að fyrirtæki í fiskvinnslu geti nýtt þetta lagaákvæði „eins og aðrir atvinnurekendur“, og tilgreint að atvinnurekanda er heimilt að segja starfsfólki „upp störfum skv. almennum reglum“ eins þegar hann hefur þegar fellt það af launaskrá samkvæmt hamfara-ákvæðinu og eru þá laun ekki greidd á uppsagnarfresti á meðan skilyrði um náttúruhamfarir eða force majeure eru enn til staðar.

Í sömu orðsendingu hvöttu samtökin „öll fyrirtæki í Grindavík og hlutaðeigandi til að mæta á upplýsingafund okkar kl. 14:00 í dag,“ mánudag, þar sem farið verður yfir stöðuna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí