Yfirgengilega ríkur Þorsteinn Már gæti byggt þrjár Hörpur

Það hefur lengi verið ljóst að það gefur ágætlega í aðra höndina að vera kvótakóngur á Íslandi. Enginn ætti því að undra að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er ekki bara ríkur. Hann er óheyrilega ríkur. Heimildin greinir frá því að fjárfestingafélag í eigu hans og fyrrverandi eiginkonu, Helgu S. Guðmundsdóttur, hafi hagnast um tæplega 12 milljarða króna í fyrra.

Eignir félagsins, 600 eignarhaldsfélag ehf., á eignir sem eru metnar á 36 milljarða króna. Félagið skuldar nær ekkert í samanburði við það. Eina skuldin er við ónefndan tengdan aðila upp á 1,6 milljónir króna. Þau tvö eiga svo annað eignarhaldsfélag, Steinn. Sjóður þess félags er álíka digur. Eigið fé þess félags er nær akkúrat það sama og í hinu félaginu, 35,4 milljarðar króna.

Samtals eiga þau tvö því ríflega 71 milljarða króna í einungis þessum tveimur félögum. Til það í samhengi þá kostaði að byggja Hörpuna, hús sem oft sagt hafa verið óheyrilega dýrt um 24 milljarðar. Þau tvo gætu hafa því efni á því að byggja þrjár Hörpur. Þeim myndi vanta tvo milljaðra í viðbót til að geta byggt þriðju Hörpuna.

Þau gætu þó vafalaust fengið lán fyrir því hjá börnunum sínum en eignarhald á Samherja hefur verið fært til  þeirra síðustu ár. Félag í eigu barnanna fékk hlutinn með svokölluðu seljandaláni og hafa einungis greitt vexti af því láni. Á síðustu þremur árum hafa þau hagnast um 16 milljarða og því komin vel á leið með að eiga nóg svo fjölskyldan gæti byggt fjórðu Hörpuna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí