Stóriðjan stórgræddi á orkukreppunni

Stóriðjufyrirtækin fjögur sem nýta vatnsaflsorku Íslendinga stórgræddu í fyrra, skiluðu samtals 83,7 milljörðum króna í hreinan hagnað. Þetta er mun meiri hagnaður en árið áður, og er ástæðan fyrst og fremst orkukreppan í Evrópu og viðskiptabann á Rússland, sem þrýsti upp verði á áli og járnblendi. Hagnaðinn má því að mestu rekja til þess að raforka á Íslandi hækkaði ekki á sama tíma og verðið rauk upp annars staðar. Segja má því að fyrirtækin hafi fengið til sín aukinn auðlindaarð í fyrra, af auðlind landsmanna.

Það er mikið rætt um ógnargróða bankanna á Íslandi en fjórir bankar, Íslandsbanki, Landsbanki, Arion og Kvika, skiluðu 71,9 milljörðum króna í hreinan hagnað í fyrra. Stóriðjufyrirtækin fjögur, Norðurál, Alcoa, Rio Tinto og Elkem, skiluðu því 11,8 milljörðum króna meiri hagnaði en bankarnir.

Til samanburðar var hreinn hagnaður fjögurra stærstu útgerðar-hringanna um 61,2 milljarðar króna. Það er Brim/Útgerðarfélag Reykjavíkur, Samherji/Útgerðarfélag Akureyringa/Síldarvinnslan/Vísir/Bergur-Huginn, Ísfélagið/Rammi og Vinnslustöðin.

Þrátt fyrir mikinn hagnað stóriðjufyrirtækjanna borga þau lítinn skatt. Samanlagður tekjuskattur þeirra var aðeins 15,7% í fyrra. Meginástæðan er sú að Alcoa borgaði engan skatt í fyrra frekar en áður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí