Stéttarfélög skora á bankana að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé

Átta stéttarfélög létu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag, mánudag, þar sem þau skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé vegna næstu þrjá mánuði vegna náttúruhamfaranna sem á þeim dynja. „Í þeirri áskorun felst jafnframt að lánastofnanir falli frá vöxtum og verðbótum á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félaganna.

Undir áskorunina skrifa: Efling stéttarfélag, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélagið Hlíf, VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna og VR stéttarfélag.

Tilkynningin í heild

Áskorun til lánastofnana

Grindvíkingar takast nú á við einhverjar mestu náttúruhamfarir sem orðið hafa í byggð á Íslandi í hálfa öld. Fjögur þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og búa við mikla óvissu um framtíð sína og fjárhagslega afkomu. Ljóst er að gífurlegar skemmdir hafa orðið á eignum í bænum og óvíst hvort eða hvenær Grindvíkingar geta snúið aftur.

Undirrituð samtök launafólks skora á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullt greiðsluhlé næstu þrjá mánuði vegna þeirra hörmunga sem á þeim dynja. Í þeirri áskorun felst jafnframt að lánastofnanir falli frá vöxtum og verðbótum á tímabilinu.

Mikilvægt er að Grindvíkingar fái fjárhagslegt svigrúm til að takast á við þau áföll sem þeir hafa orðið fyrir og þann nýja veruleika sem við þeim blasir.

Efling-stéttarfélag

Matvæla og veitingafélag Íslands (MATVÍS)

Rafiðnaðarsamband Íslands

Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur

Verkalýðsfélag Grindavíkur

Verkalýðsfélagið Hlíf

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna

VR stéttarfélag“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí