Þvæla hjá VG að verðbólgan komi frá útlöndum: „Rót vandans er óstjórn“

„Í Vikulokum talaði fulltrúi Vinstri grænna eins og verðbólguvandinn á Íslandi væri vegna ytri aðstæðna og önnur ríki í Evrópu væru að glíma við það sama. Staðreyndin er sú að íslenskum stjórnvöldum gengur miklu verr að ná niður verðbólgunni heldur en löndunum í kringum okkur. Þessi mynd frá Vilhjálmi Hilmarssyni hagfræðingi BHM lýsir stöðunni vel.“

Þetta skrifar Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook. Hann bendir á, líkt og svo margir, að rót verðbólgunnar má finna í húsnæðiskreppunni. „Rót vandans er óstjórn í efnahagsmálum. Þensluhvetjandi ríkisfjármálastefna og vanhugsuð atvinnustefna sem byggir fyrst og fremst á stórtækum innflutningi láglaunavinnuafls samhliða langvarandi stefnuleysi og vanrækslu í húsnæðismálum,“ segir Jóhann Páll.

Hann segir að í raun sé ekki svo flókið að koma böndum á verðbólguna, með velþekktri leið. „Það besta sem stjórnvöld geta gert núna til að stuðla að verðstöðugleika er að auka aðhald á tekjuhlið ríkisfjármálanna með sanngjörnum skattahækkunum á breiðu bökin og efla velferðarkerfið til að liðka fyrir farsælum langtímasamningum á vinnumarkaði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí