Um 40 prósent íbúa Evrópu ferðast ekki, flestir af fjárhagslegum ástæðum

Tæp 40 prósent íbúa ESB-ríkja ferðast ekki, í þeim skilningi að taka þátt í ferðamennsku, samkvæmt nýbirtum gögnum ársins 2022. Þar vantar reyndar gögn frá örfáum löndum, þar á meðal frá Spáni, Sviss og Bretlandi.

Eftir sem áður virðist megintilhneiging ljós: eftir því sem austar og sunnar dregur eru fleiri sem ekki ferðast, en norðar og vestar í álfunni taka flestir þátt í ferðamennsku. Þannig ferðaðist aðeins minnihluti íbúa í Búlgaríu og Rúmeníu árið 2022, eða undir 30 prósentum. Um 40 prósent Ítala ferðuðust og rétt ríflega það í Grikklandi og Portúgal. Á móti ferðuðust um 90 prósent Norðmanna, 84 prósent Hollendinga, Finna og íbúa í Lúxemborg, 80 prósent Frakka og 70 prósent Svía.

Megintilhneigingin er þó ekki án undantekninga. Aðeins um 55 prósent Dana ferðuðust árið 2022, sem liggur þar á sama bili og Ungverjaland og Lettland.

Veigamesta tilgreinda ástæða þess að íbúar landanna ferðuðust ekki er fjárhagsleg: 38 prósent Búlgara og 36 prósent Rúmena sögðust ekki taka þátt í ferðamennsku af fjárhagslegum ástæðum. Sama á við um sirka 30 prósent Grikkja og Portúgala, 20 prósent Ítala – en aðeins 3 prósent Spánverja og Finna, svo dæmi séu tekin af hinum endanum. Í það heila ferðuðust um 15 prósent íbúa ESB-ríkjanna ekki á árinu, af fjárhagslegum ástæðum. Um 12 prósent nefndu tímaskort, ýmist vegna fjölskylduskuldbindinga (um 5 prósent) eða vinnu og náms (um 7 prósent). Til samanburðar tilgreindu aðeins um 8 prósent heilsufarslegar ástæður og ferðuðust ekki af þeim sökum, í álfunni allri.

Af þeim þjóðum sem lítið ferðuðust á árinu var algengast að Danir tilgreindu ástæðu sína sem „aðrar ástæður“, það er að segja tilgreindu þær ekki. Um 20 prósent íbúa Danmerkur sögðust ekki taka þátt í ferðamennsku af ótilgreindum ástæðum. Þeim fjölgaði fimmfalt milli kannanna, frá 2019.

Heimild: Eurostat.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí