Við sitjum hjá meðan þessi börn deyja eitt af öðru

„Hún er alræmd lygasagan um fyrirburana sem  írakskir hermenn voru sagðir hafa kastað úr hitakössum í Kúveit en sú saga var sett á flot til að auka stuðning við Flóabardaga 1991 og átti að undirstrika að Írakar væru réttdræpar skepnur.“

Þetta skrifar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, og birtir mynd frá sjúkrahúsi á Gaza sem sjá má hér fyrir ofan. Kristinn heldur áfram og skrifar: „Sagan um þessa fyrirbura á myndinni er ekki sérstaklega véfengd. Hún frá  Dar al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza þar sem þurfti fyrir helgi að flytja 39 fyrirbura frá bráðadeild vegna skemmda frá sprenghuárás sem sló út hitakössum og súrefni.  Aðeins 36 börn lifðu flutninginn af en á nýjum stað eru litlu krílin sett saman til að reyna að halda á þeim hita og koma að þeim súrefni.“

Börnin eru að deyja þar eitt af öðru, eitt í gær, tvö í dag. Frá þessu er greint í Guardian og þaðan er myndin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí