Yfirvöld hunsuðu veikindi barnanna og ítrekaða kröfu Þroskahjálpar um réttindagæslu

Anna Lára Steindal er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra ungmenna og fatlaðs fólks af erlendum uppruna, hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Aðspurð um aðkomu hennar og samtakanna að máli Badran-fjölskyldunnar, sem lögregla hefur nú að kvöldi miðvikudags flutt til Keflavíkur þar sem fyrir liggur að henni verði brottvísað að morgni, segir Anna Lára að hún hafi óskað eftir upplýsingum um málið eftir að hafa séð gögn um langvinn veikindi barns og andleg veikindi fullorðinnar dóttur í fjölskyldunni.

Réttindagæsla ekki virkjuð

Anna Lára segist hafa fengið þau svör að Útlendingastofnun hafi ekki séð gögnin og ekki virkjað verklag sem felst í því að kalla til Réttindagæsluna þegar fatlað og langveikt fólk sækir um vernd. Útlendingastofnun segist ekki hafa haft ástæðu til þess þar sem gögnin voru þá ekki komin fram. Gögnin hafi þó verið lögð fram þegar Kærunefnd útlendingamála fékk málið til skoðunar, hafði þau undir höndum, en virkjaði þó ekki heldur umrætt verklag, að sögn Önnu Láru.

Hún segir ennfremur að fyrir um ári síðan hafi Þroskahjálp átt í ítarlegu samráði við Útlendingastofnun, Kærunefndina, Dómsmálaráðuneyti, Félagsmálaráðneyti og Vinnumálastofnun og niðurstaðan verið að koma umræddu verklagi á „til að tryggja sem best réttindi fatlaðs og langveiks fólks sem sækir um alþjóðlega vernd. Það hefur hins vegar ekki verið gert í þeim málum sem komið hafa á okkar borð síðan – þ.e. í þessu máli og máli Hussein Hussein.“

Þrír ráðherrar hunsa erindi Þroskahjálpar

Þroskahjálp segir hún að hafi ítrekað óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra frá því 6. október og sent erindi þar sem áhyggjur samtakanna af málsmeðferð í þessum málum er komið á framfæri, en aldrei fengið svar. Þá hafi samtökin sent erindi á forsætisráðherra, sem fari með mannréttindamál, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem fari með málefni fatlaðs fólks, en fengið þau svör að „Útlendingastofnun hafi sagt að verklagið sé virkjað og réttindagæslan kölluð til „þegar ástæða“ þyki til.“

Anna Lára segir að hún og samtökin Þroskahjálp hafi „miklar áhyggjur af framkvæmdinni í þessum málum“ og telji hana „á skjön við mannréttindalegar skuldbindingar auk þess að vera fullkomlega ómannúðlegar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí