Íslensk stjórnvöld hefja brottvísun palestínskra barna og móður þeirra

Jawaher Badran, átta barna móðir frá Palestínu sem leitað hefur verndar hér á landi, hefur nú, að kvöldi miðvikudagsins 1. nóvember, ásamt börnum hennar, verið flutt í rútu og færð frá Bæjarhrauni til Keflavíkur, þar sem fyrir liggur að flytja þau úr landi næsta morgun, þriðjudag.

Samkvæmt heimildum blaðamanns tók lögregla símann af móðurinni við flutninginn, í þessari aðgerð sem hófst án fyrirvara. Þá sagði heimildamaður að asi lögreglu við aðgerðina hefði verið svo mikill að fatnaður fjölskyldunnar, umfram það sem þau klæddust sjálf þá stundina, hefði orðið eftir í húsnæðinu að Bæjarhrauni.

Ein dætra Jawahers, í herberginu við Bæjarhraun þar sem þau hafa dvalið síðustu tvo mánuði.

Tíu mánuðir eru liðnir frá því að fjölskyldan kom til Íslands og sótti hér um alþjóðlega vernd. Þau eru frá borginni Tulkarem á Vesturbakkanum. Síðast þegar spurðist af áformum íslenskra stjórnvalda í máli þeirra, fyrr í haust, var það ætlun þeirra að brottvísa þeim til Spánar, í krafti Dyflinnarreglugerðarinnar. Svo virðist vera sem yfirstandandi stríðsátök hafi ekki haft áhrif á þau áform.

Samtökin Réttur barna á flótta greindu frá aðgerðinni á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí