Auðum íbúðum fjölgað mikið – leiguíbúðum fækkað hlutfallslega

Húsnæðismál 18. des 2023

Hlutfall íbúða í leigu lækkaði á milli manntalsins 2011 og 2021 úr 26,8% í 22,0%. Á sama tíma hækkaði hlutfall auðra íbúða úr 6,6% í 10,1%.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Hlutfall leiguhúsnæðis lækkaði í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum.
  • Auðum íbúðum fjölgaði hlutfallslega um rúm 50%.
  • Íbúðum í fjölbýli fjölgaði hlutfallslega í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum.
  • Mest þröngbýli var á smásvæði í Efra- og Neðra-Breiðholti og í Hlíðarhverfi.

Með íbúð í þessari umfjöllun er eingöngu átt við íbúðir sem eru 25 fermetrar eða stærri. Sumarbústaðir (sem búið er í), sambýlishúsnæði, íbúðir sem notaðar eru fyrir skjólstæðinga stofnana, atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar (sem búið er í) teljast ekki með íbúðum hér. Fjölgun sambýlishúsnæðis skýrist af breyttri flokkun íbúða sem nýttar eru sem stofnanaíbúðir. Þær voru árið 2011 taldar með íbúðum en árið 2021 sem stofnanahúsnæði.

Auðum íbúðum fjölgaði úr 6,6% í 10,1% á milli manntala. Hæst hlutfall auðra íbúða var á Vestfjörðum, 21,7%, og á Norðurlandi vestra, 20,7%. Lægst var hlutfall auðra íbúða á höfuðborgarsvæðinu, 7,5%, en þar var hins vegar mest fjölgun auðra íbúða á milli áranna 2011 og 2021. Suðurnes voru eina landsvæðið þar sem auðum íbúðum fækkaði og var sú fækkun veruleg eða úr 18,4% í 9,0%.

Íbúðum í fjölbýli fjölgaði á milli manntalanna 2011 og 2021 í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum. Hæst hlutfall íbúða í fjölbýli var á höfuðborgarsvæðinu, 66,2%, og næst hæst á Suðurnesjum, 42,4%. Lægst var hlutfallið á Norðurlandi vestra, 18,9%, og á Austurlandi, 21,2%. Mest hækkaði hlutfall íbúða í fjölbýli á milli manntala á Suðurlandi, frá 17,1% í 24,3%.

Íbúðum í leigu fækkaði og fóru úr 26,8% árið 2011 niður í 22,0% árið 2021. Hæst hlutfall leiguhúsnæðis var á Suðurnesjum en lægst á Suðurlandi. Hlutfall leiguhúsnæðis lækkaði í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Fækkunin var mest á Vesturlandi úr 27,1% í 20,2%.

Ef horft er til smásvæða voru stærstu eignirnar í Garðabæ – 1810 eða 197 fermetrar að meðaltali og í Leirvogstungu í Mosfellsbæ – 2407, 164,5 fermetrar að meðaltali. Þar á eftir voru önnur smásvæði í Garðabæ (1804 og 1802), austanverðu Seltjarnarnesi – 2302 og Seljahverfi í Reykjavík – 0904.

Minnstu íbúðirnar voru hins vegar á smásvæðum í miðborg Reykjavíkur – 0302, 67,2 fermetrar að meðaltali. Þar á eftir komu Hlíðahverfi í Reykjavík – 0403, 67,6 fermetrar og í Vesturbæ norður – 0101, 72,4 fermetrar.

Í þessari umfjöllun telst það þröngbýli ef fermetrafjöldi íbúðar er undir 15 fermetrar á mann. Aðeins eitt smásvæði á Íslandi var algerlega laust við þröngbýli en það var í Smára og Fífuhvammi í Kópavogi – 2104. Svæði sem komu þar á eftir voru Setbergs- og Áslandshverfi í Hafnarfirði – 1602, Vatnsendi í Kópavogi – 2204 og í Grafarholt og Kjalarnes – 1303, öll með 0,2% þröngbýli. Mesta þröngbýlið var í Efra- og Neðra-Breiðholti – 0803, 7,6%, og á tveimur svæðum í Hlíðarhverfi í Reykjavík (0403 og 0405) þar sem hlutfallið var 7,3% og 7,1%. Þar á eftir voru smásvæði í miðborg Reykjavíkur og í Vesturbæ suður og Vesturbæ norður.

Frétt af vef Hagstofunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí