Boða mótmæli við RÚV á morgun – Krafa um að Ísland dragi sig úr keppninni

BDS Ísland, samtök sem beita sér fyrir allri sniðgöngu gagnvart Ísrael, boða mótmæli við RÚV á morgun klukkan 16. Þá munu samtökin afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista með ríflega níu þúsund nöfnum. Þess er krafist að Ísland sniðgangi Eurovision í ár til að mótmæla þátttöku Ísrael.

„Á mánudaginn kl. 16 verður útvarpsstjóra afhentur undirskriftalisti með ríflega 9000 undirskriftum frá fólki sem fer fram á að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vísað úr Eurovision í ljósi þjóðernishreinsana í Palestínu og að Ísland dragi sig úr keppni ef svo verður ekki,“ segir í lýsingu mótmælanna á Facebook.

Samtökin benda svo þeim sem vilja bæta nafni sínu við undirskriftarlistann að það má gera hér.

„Þrátt fyrir þjóðarmorð Ísraels á hendur Palestínu er Ísrael þátttakandi í Eurovision í ár. Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni, og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. RÚV hefur völdin til þess að þrýsta á stjórn ESB og draga sig úr þátttöku en þau sitja þögul hjá. Hvers vegna er það? Hvar er réttlætið í því? Við skorum á RÚV að gera betur og draga sig úr þátttöku, nema Ísrael verði vísað úr keppni,“ segja samtökin.

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí