„Ég hefði átt að átta mig miklu fyrr“ – Boris Johnson yfirheyrður um hik breskra stjórnvalda andspænis Covid

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að hann hafi ekki trúað tölunum sem voru bornar undir hann yfir mesta mögulega mannfall af völdum Covid-19 í upphafi faraldursins. Ríkisstjórn hans hafi því ekki gripið til þeirra ráða sem hún hefði getað og hefði átt að gera ef hún hefði gert sér grein fyrir hve hratt veiran dreifði úr sér. Þetta kom fram í vitnisburði hans fyrir breskri þingnefnd nú á miðvikudag.

Í Bretlandi hafa undanliðnar vikur farið fram vitnaleiðslur fyrir þingnefnd sem rannsakar viðbrögð stjórnvalda við Covid-19 faraldrinum. Breskum stjórnvöldum er einkum legið á hálsi að hafa dregið lappirnar um of í viðbrögðum sínum, sem hafi verið flausturskennd, þau hafi ekki fylgt ráðleggingum vísindamanna til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins áður en bóluefni höfðu verið þróuð, og að sá seinagangur hafi kostað fjölda manns líf og heilsu. Yfirheyrslan yfir Johnson hófst nú á miðvikudag og stendur enn yfir þegar þetta er ritað.

Johnson segir að ástandið á Ítalíu, í upphafi faraldursins, hafi raunverulega skekið hann, en Ítalía var fyrsta Evrópulandið ti að verða fyrir barðinu á Covid-19, í upphafi ársins 2020. Johnson segir að hann hafi séð skýrslu sem gaf til kynna að dánarhlutfallið af völdum sjúkdómsins væri 8% á Ítalíu og að það væri vegna hins háa meðalaldurs íbúanna. Hann segist hafa hugsað með sér að meðalaldur í Bretlandi væri líka hár, og segir: „Við hefðum átt að átta okkur, við hefðum öll átt að átta okkur, miklu fyrr. Ég hefði átt að átta mig.“

Frá upphafi faraldursins hafa orðið 232 þúsund staðfest dauðsföll af völdum Covid-19. Meirihluti þeirra, eða 158 þúsund, urðu í tveimur gríðarstórum bylgjum, snemma árs 2020 og kringum áramót 2020/2021, áður en bóluefni komu til sögunnar.

Heimild: The Guardian.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí