Lítið mál að tryggja að Ísrael taki ekki þátt: „Ég trúi ekki að RÚV ætli ekki að gera það“

Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Rússlandi var vísað úr Eurovision eftir innrásina í Úkraínu meðan svo virðist sem Ísrael fái að keppa í ár, án nokkrar athugasemdar. Ástæðan fyrir því er nokkuð einföld, lönd svo sem Finland hótuðu að taka ekki þátt ef Rússland tæki þátt. Við það hafi myndast verulegur þrýstingur á skipuleggjendur Eurovision, með þeim afleiðingum að Rússlandi var vikið úr keppni.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, bendir á þetta á Facebook. „Rússland var ekki rekið úr Eurovision fyrr en Finnland hótaði að draga sig úr keppni, og önnur lönd fylgdu í kjölfarið. Ísland á að taka frumkvæði og neita að taka þátt nema Ísrael verði vísað úr keppni,“ skrifar Inga Björk og taggar Felix Bergsson, sem hefur farið fyrir sendinefnd íslenska Eurovision hópsins um árabil.

Önnur baráttukona, Tanja M. Ísfjörð, tekur undir í athugasemd og segir að það hafi sýnt sig að þrýstingur virki. „Sendi póst og hvatti þau að draga sig úr keppni og þrýsta. Þau voru ekki á sama máli. Ógeðslega lélegt. Reyna að skýla sig á bakvið að Ísrael sé partur af EBU og þar stöðvist allt… en ekkert breytist og Ísrael heldur áfram að vera partur af því ef engin gerir neitt! Það hefur sýnt sig að beyta þrýsting virki. Ég trúi ekki að RÚV ætli ekki að gera það. Þetta er svo lélegt að það nær engri átt,“ skrifar Tanja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí