Óttast um ættingja sína á Gasa

Palestínskt flóttafólk hefur sett upp tjaldbúðir á Austurvelli til að vekja athygli á neyð ættingja sinna á Gasa og aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda. Við náðum tali af þeim í morgun þegar búðirnar voru fyrst settar upp.

Naji Asar kom til landsins með þrjú frændsystkini sín en foreldrar barnanna og systkini þeirra eru föst á Gasa.

Naji Asar

Þrátt fyrir að systkini og foreldrar barnanna í umsjón Naji hafi fengið samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðhefst ríkið ekkert til að koma þessu fólki hingað. Í flestum löndum í Evrópu líkt og í Svíþjóð og í Tyrklandi hefur tekist mun betur að koma ættingjum fólks í skjól.

Fá ekki svör

Mótmælendur sögðu okkur að samskipti þeirra við Utanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun hafi verið með öllu ófullnægjandi. Þeim er sagt að þeim verði svarað innan nokkurra daga og fá svo engin svör.

Einn segist hafa fengið svar frá Utanríkisráðuneytinu þess efnis að engum frá Palestínu væri hleypt út frá Egyptalandi. Það er ekki rétt. Ef flóttafólk hefur fengið samþykkt fyrir fjölskyldusameiningu frá viðeigandi ríki getur það flogið út.

Dóttir þessa manns er veik og hefur ekki haft aðgang að lyfjum í tvo mánuði

Fjögur börn og eiginkona Mahmoud heimilislaus

Mahmoud sýndi okkur myndir af húsinu sínu í Palestínu en það var nýlega sprengt af Ísraelsher. Þau, ásamt móður sinni, eru núna heimilislaus og sofa á götum Rafah. Þau hafa fengið samþykkt fyrir fjölskyldusameiningu en fá engin svör frá útlendingastofnun né utanríkisráðuneytinu.

Á þrjú systkini sem eru ennþá á Gasa

Abdullah Lasar kom til landsins fyrir nokkrum árum ásamt tveim systkinum sínum. Þau fóru með frænda sínum sem hefur séð um þau síðan þau komu til landsins en foreldrar þeirra eru enn þá á Gasa ásamt þrem öðrum systkinum. Foreldrar hans og systkini hafa fengið samþykkt um fjölskyldusameiningu.

Næstum öll tengdafjölskylda hans var drepin í sprengjuárás í gær

Eiginkona Achmeds er slösuð á spítala eftir að Ísraelsher myrti næstum alla fjölskyldu hennar með sprengjuárás á hús þeirra. Hún hefur fengið samþykkt til að koma hingað en ekkert virðist gert til að koma þeim hingað. Flest önnur lönd í Evrópu gera mikið til að tryggja að fjölskyldur sameinist.

Ætla að vera með tjaldbúðir þar til fjölskyldum þeirra er komið til Íslands

Það verður kalt hjá þeim í tjaldbúðunum í nótt en það hefur bæst í hópinn síðan í dag og fjölmargir hafa komið við til að sýna þeim stuðning og gefa þeim hlý klæði og mat. Lögreglan fer fram á leyfi fyrir tjöldunum og hefur verið beðið um slíkt. Samstöðin mun áfram fylgjast með gangi mála.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí