„Vona að þið standið með mennskunni og dragið okkur úr keppninni“

Í raun eru það fjórir menn sem hafa eitthvað um það að segja hvort hvort Ísland dragi sig úr keppni í Eurovision í ár: Stefán Eiríksson, Skarphéðinn Guðmundsson, Felix Bergsson og Rúnar Freyr Gíslason. Það er til þeirra sem heimspekingurinn og og leikstjórinn Guðmundur Einar biðlar í færslu sem vekur athygli á Facebook. Það má segja að hann sé samstarfsmaður þeirra, en hann er hluti af leikhópnum Kanarí, sem hefur gert tvær þáttaraðir fyrir RÚV. Hann segir þeim að þó það sé vissulega búið að koma þeim í erfið stöðu með ákalli um að Ísland segi sig úr keppni, þá munu þeir þó líklega sjá eftir því til æviloka að hafa ekki staðið í lappirnar. Guðmundur Einar segir að það sé þó alls ekki of seint.

„Ef einhver var einhverntíman raunverulega í vafa um það hvort Eurovision væri pólitísk keppni, þá er orðið deginum ljósara að sú skoðun gengur ekki upp. Í raun hef ég persónulega verið hrifinn af þeirri pólitík sem hefur verið ráðandi í keppninn í nokkurn tíma, en það er skýr afstaða með hinseginfólk,“ segir Guðmundur Einar og heldur áfram:

„En nú hafa forsvarsmenn keppninnar komið sér í óleysanlega og mjög svo afhjúpandi klípu. Þeir hafa lýst voðaverk einnar þjóðar svo skelfileg að ekki sé forsvaranlegt að hún taki þátt í keppninni. Skömmu síðar býður hún svo til þátttöku þjóð sem stendur í miðju þjóðarmorði þar sem helstu fórnarlömbin eru börn. Þar með lýsa forsvarsmenn keppninnar því yfir að þau verk séu í lagi. Þau séu ekki nógu slæm til að grípa til þeirra aðgerða sem voru sjálfsagðar fyrir einu ári.“

Guðmudnur Einar bendir á fáir átti sig á því að Stefán Eiriksson geti ekki skýlt sér á bak við smámunasemi og haldið því fram að hann hafi tekið skýra afstöðu gegn Rússlandi vegna lagatæknilegs atriðis. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tók líka skýra pólitíska afstöðu fyrir ári síðan þegar hann sagði óásættanlegt að Rússland tæki þátt í Eurovision. Þar setti hann fordæmi. Fordæmi fyrir því að taka pólitíska afstöðu telji hann málin nógu alvarleg. Í því samhengi er aðgerðaleysi RÚV enn sársaukafyllra en ella,“ segir Guðmundur Einar.

Hann bendir á að það séu helst tvær ástæður sem menn nota til að afsaka þessa afstöðu. Önnur snýst um að Rússum hafi verið vikið úr keppninni út af öðru en stríðsrekstri. „Rússum var ekki vísað úr keppninni vegna árása sinna, heldur brota ríkisfjölmiðilsins á reglum EBU og gildum almannaþjónustumiðla. Í frétt Mbl, þar sem haft er eftir Stefáni að það sé óásættanlegt að Rússar taki þátt, útskýrir hann ástæðu þess ekkert nánar. Ég er tilbúinn að fullyrða að flestir ef ekki allir sem lásu fréttina hafi einfaldlega gefið sér afhverju Stefáni hafi fundist óásættanlegt að Rússar tækju þátt. Vegna stríðsglæpa þeirra í Úkraínu. Ég er nokkuð viss um að enginn hafi lesið fréttina og hugsað með sér: “Nei, það getur ekki verið. Hann hlítur að vera að meina að það sé útaf því að rússneski ríkisfjölmiðlillinn hafi brotið gegn reglum EBU og gildum almannaþjónustumiðla.”,“ segir Guðmundur Einar.

Svo eru sumir sem segja að Eurovision skipti engu máli. Þeim svarar Guðmundur Einar svo: „Ég held að það myndi skipta miklu máli að sniðganga keppnina. Ég held að þetta sé reyndar einn af fáum stöðum sem við getum virkilega sett pressu á Ísrael um að stöðva blóðbaðið. Það yrði heimsfrétt ef Ísland myndi taka þá skýru afstöðu að draga sig úr keppni ef Ísrael fær að taka þátt. Fleiri þjóðir gætu mögulega fylgt í kjölfarið og þar með væru send mjög skýr skilaboð um að Evrópa fordæmdi árásirnar. Það er ástæða fyrir því að Ísrael er í Eurovision – samstaða frá Evrópu skiptir Ísrael mjög miklu máli.“

Hann bendir á að lokum það sé enn ekki of seint að taka ákvörðun, sem líklega verður betri fyrir samviskuna. „Fréttirnar um að RÚV ætli að láta eins og ekkert sé voru sárar. En það er ekki of seint að skipta um skoðun. Nú þarf að höfða til samvisku fólksins sem tekur ákvörðunina. Mínir góðu menn, Stefán Eiríksson, Skarphéðinn Guðmundsson, Felix Bergsson, Rúnar Freyr, ég veit að þetta er flókin staða fyrir ykkur. En ég vona sannarlega að þið standið með mennskunni og dragið okkur úr keppninni í ár. Það verður erfitt fyrir ykkur núna en það verður gott í framtíðinni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí