Ísland veit ekki hvað varð um helming farþega Venesúela-flugsins en hyggst þó endurtaka leikinn í janúar

Um miðjan nóvember sendu íslensk stjórnvöld 180 venesúelska ríkisborgara úr landi með leiguflugi, eftir synjun um alþjóðlega vernd. Af þeim vita íslensk stjórnvöld nú um afdrif 99 manns, sem sögð eru frjáls ferða sinna og hafa vegabréf sín í fórum sínum. Úr þeim hópi gerðu venesúelsk stjórnvöld ferðastyrk íslenskra stjórnvalda upptækan af sjö manns, ýmist að hluta eða í heild. Um afdrif 81 manneskju er ekkert vitað að svo stöddu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Dómsmálaráðuneytið gaf í dag, mánudag.

Yfirheyrð í móttökumiðstöð

Í tilkynningunni leggur ráðuneytið áherslu á orðalagið „sjálfviljuga heimför“. Þar má meðal annars lesa setninguna: „Þann 15. nóvember 2023 aðstoðuðu Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela í sjálfviljugri heimför.“ Vert er að taka fram að þetta orðalag stjórnsýslunnar gefur ekki til kynna að fólkið hefði ekki heldur kosið að dvelja utan Venesúela ef því hefði staðið það til boða. Orðalagið hefur hins vegar lagalega þýðingu.

Ráðuneytið segist hafa lagt á það áherslu í öllum samskiptum við sendiherra Venesúela að „um væri að ræða sjálfviljuga heimför ríkisborgara Venesúela.“ Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ekkert hafi komið fram í þeim samskiptum sem hafi gefið „tilefni gaf til að ætla að um yrði að ræða annað inngrip vegna komu fólksins en hefðbundið landamæraeftirlit.“

Hópurinn virðist hins vegar ekki, segir í tilkynningunni, hafa sætt hefðbundnu landamæraeftirliti. „Þess í stað hafi fólkið verið flutt í móttökumiðstöð þar sem m.a. voru gerð covid próf og fólk spurt út í ferðir sínar áður en þeim var veitt landganga og sleppt eftir um sólarhring.“ Auk þess hafi margir verið yfirheyrðir: „spurðir ítarlega um persónulega hagi, samskipti við íslensk stjórnvöld og alþjóðastofnanir.“ Þá hafi einhverjir „verið látnir skrifa undir skjöl en ekkert hefur komið fram um hvað var á þeim skjölum.“

Hyggjast endurtaka leikinn í janúar

Fram kemur í tilkynningunni að íslensk stjórnvöld hafi sent tölvupóst til þeirra farþeganna sem þau höfðu netfang hjá, alls 173 einstaklinga. Af þeim hafi 83 svarað en svörin greint frá afdrifum 99 manns. Þaðan koma þær upplýsingar sem frá greinir að ofan.

Þrátt fyrir þær móttökur venesúelskra stjórnvalda sem þar er lýst, og þann fjölda fólks sem enn er á huldu hvað hefur orðið um, lætur ráðuneytið í sömu tilkynningu vita að það hyggist endurtaka leikinn í janúar: „fjölmennur hópur ríkisborgara Venesúela hefur þegar óskað eftir eða kann á komandi mánuðum að óska eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför,“ segir þar, á rósamáli stjórnsýslunnar. „Það er umfangsmikið verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að auðvelda heimför þessara einstaklinga. Í því skyni verður m.a. stefnt að öðru leiguflugi í janúar og verða þátttakendur í því flugi upplýstir um að móttökur í Caracas gætu orðið svipaðar og í leigufluginu 15. nóvember sl.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí