Strandar fjölskyldusameining á Bjarna Benediktssyni?

„Ég hitti mann á förnum vegi í morgun. Hann hafði tjaldað á stéttinni fyrir framan Alþingi ásamt þremur félögum sínum. Hann sagðist hafa búið á Íslandi í tvö og hálft ár og eftir eitt ár fengið kennitölu. Hann stundar vinnu hér og vill setjast hér að,“ skrifar Þorsteinn Jónsson kvikmyndaleikstjóri á síðu sína og Facebook.

Og heldur áfram sögu sinni: „Hann hafði verið að vinna í því að fá fjölskyldu sína hingað líka. Þau vilja fá vinnu hér og setjast hér að. Eina sem vantar er leyfi frá íslenskum yfirvöldum. Það hefur ekki fengist.

Á meðan vantar okkur fólk í byggingariðnað, í ferðamannaþjónustu, fiskvinnslur svo eitthvað sé nefnt.
Fjölskylda hans er á götunni í Gaza. Þau eru enn þá lifandi. Þau geta yfirgefið Gaza til Egyptalands og tekið flug frá Kaíró til Keflavíkur.

Ef Íslendingar vilja taka við þeim fá þau nauðsynlega stimpla í Egyptalandi. Hann sagði mér ýmislegt fleira og við tókumst í hendur eins og gamlir vinir. Ég var velkominn hvenær sem var að borði hans þarna fyrir framan Alþingi Íslendinga að þyggja kaffisopa,“ skrifar Þorsteinn og vísar til ólíkra hugmynda um gestrisni.

Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, skrifar hjá Þorsteini: „Útlendingastofnun er búin að segja já við fjölskyldusameiningu – en það er Utanríkisráðuneytið sem er Þrándur í Götu – enda er BB mikil aðdáandi Ísraels.“

Myndin er af síðu Þorsteins, af honum við tjaldbúðirnar á Austurvelli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí